Bloggfærslur mánaðarins, maí 2013

RAIKKONEN EINN "STÖÐUGASTI" ÖKUMAÐUR FORMÚLUNNAR.......

Það er af sem áður var, að það þótti tíðindum sæta ef hann gat lokið keppni, hann var alveg ótrúlega mikill þjösni og virtist hvorki vita sin eigin takmörk eða bílsins.  En nú er tíðin önnur hann nær öllu út úr bílnum sem er til staðar, hann keyrir alveg ótrúlega vel, passar rosalega vel upp á dekkin og það er alger unun að sjá marga framúrrakstrana hjá honum.  Það er alveg með ólíkindum sú breyting sem hefur orðið á manninum yfir þann tíma sem hann hefur verið í formúlunni og ég man bara ekki eftir öðru eins frá því að ég byrjaði að fylgjast með.  Þá er komið að Ferrari en síðustu 22 keppnir hafa 20 unnist af ráspól.  Þessu breytti Alonso all hressilega í dag, aldrei fyrr í sögu Spánarkappakstursins, hefur sigur unnist unnist hjá manni sem byrjar aftar en í þriðja sæti á ráslínu.  Mig minnir að Alonso hafi byrjað í fimmta sæti (ég er ekki alveg viss en ég verð þá vonandi leiðréttur) og árangur Massa er alveg ótrúlegu,r hann byrjaði í NÍUNDAsæti á ráslínu og að mínu mati var hann tvímælalaust maður dagsins.
mbl.is Alonso kóngur Katalóníuhringsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ALGJÖRLEGA ÚR SÉR GENGIÐ FYRIRKOMULAG OG "GRASSERAR" AF SPILLINGU

Alveg merkilegt að það er búið að vera að tala um að breyta þessu kerfi í nokkra áratugi - en einhverra hluta vegna næst aldrei "samstaða" um breytingar.  Skyldi það vera vegna þess að þeir sem eru "búnir að koma sér vel fyrir" innan kerfisins og mjólka hressilega úr því, berjast með kjafti og klóm gegn breytingum og hagsmunasamtök þessara aðila eru MJÖG sterk?  Ekki er undarlegt að verkalýðhreyfingin sé þarna með puttana í stjórnum Lífeyrissjóðanna en að atvinnurekendur skuli vera með meirihluta vald í þeim myndi ekki flokkast öðruvísi en sem algjör aumingjaskapur verkalýðshreyfingarinnar, AÐ TAKA ÞESSA VITLEYSU TIL ATHUGUNAR.  Ef þetta mótframlag er skoðað, sem atvinnurekendur hafa logið sig inn út á, kemur í ljós að í kjaraviðræðum, fyrir nokkrum áratugum, treystu atvinnurekendur sér EKKI til að fara út í beinar kauphækkanir og varð þá lendingin sú að komið var á svokölluðu MÓTFRAMLAGI í Lífeyrissjóð, þetta fyrirkomulag hefur verið við lýði síðan.  Því er með réttu hægt að segja að atvinnurekendur hafa aldrei greitt krónu í Lífeyrissjóðina mótframlagið er hluti af launakjörum launamannsins.
mbl.is Vilja fækka lífeyrissjóðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HÆ, HÓ OG JIBBÍJEI NÚ FÆR MAÐUR GOTT KJÖT Á GRILLIÐ...............

Þó ekki vilji ég gera lítið úr lamba - og nautakjötinu jú og öllu öðru kjöti, þá er bar ekkert kjöt sem slær við hrefnukjötinu á grillið.................
mbl.is Fyrsta hrefnan veidd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsgrín

 

Á góðum degi í framtíðinni ...
Steingrímur Sigfússon var dauður og kominn til himna þar sem hann hitti Lykla-Pétur.
Lykla-Pétur varð svolítið vandaræðalegur: "Eh, velkominn," sagði hann loks.
"Þakka þér fyrir," sagði Steingrímur, "ég vissi að ég mundi enda hér". "Nja," sagði Pétur , "þú hefur lifað sæmilega frómu lífi, eða þannig, svo við vildum gjarnan hafa þig hér ...en því eru ekki allir sammála. Þú ert umdeildur maður og það hafa fleiri áhuga á þér en við hér í himnaríki.
Við urðum að halda fund með djöflinum þar sem þetta var rætt og það endaði með því að við gerðum samning við hann."
"Samning!" Hrópaði Steingrímur og var sýnilega brugðið.
"Það er nú ekki alslæmt," sagði Pétur, "en djöfullinn sagðist nú þegar hafa flesta vini þína svo við sömdum um að þú eyddir einum sólarhring í helvíti og öðrum hér hjá okkur í himnaríki og svo velur þú sjálfur hvar þú dvelur um aldur og eilífð.
Steingrímur maldaði svolítið í móinn en samningur er jú samningur svo Pétur vísaði honum á lyftuna, kvaddi hann og sagðist sjá hann eftir sólarhring.
Steingrímur ýtti á hnapp merktan "helvíti" í lyftunni og seig svo langt, langt niður á við þar til lyftan stoppaði við kolsvarta hurð. Þegar dyrnar opnuðust stóð djöfullinn sjálfur fyrir innan.
"Gamli vinur, vertu hjartanlega velkominn, gakktu í bæinn," sagði djöfsi.
Steingrímur fór inn og við honum blasti risastór golfvöllur. Margir af
hans gömlu flokksbræðrum léku golf á vellinum eða stóðu í smáhópum og töluðu saman. Golfvöllurinn var fullkominn. Það var heitt í lofti og út um allt voru léttklæddar, snoppufríðar djöflastelpur sem færðu mönnum bjór og aðra kalda drykki. Steingrímur lék golf allan daginn og umkvöldið bauð Svavar Gestsson, sem hafði dáið nokkru áður, honum í "gúrme"grill (hafði sem sagt grætt um daginn og grillað um kvöldið) ásamt Indriða, Álfheiði og fleiri góðum vinum með öllu góðgæti sem hugsast gat. Fáum sögum fer af því hvernig Steingrímur eyddi nóttinni en sólarhringurinn í helvíti var fljótur að líða og morguninn eftir var honum vísað á lyftuna á ný.
Þegar Steingrímur kom aftur til himnaríkis var hann efins um ágæti þess staðar en það var samt sem áður tekið vel á móti honum. Hann var klæddur í englaföt og fengin harpa til að leika á. Hann eyddi deginum með því að ganga um milli skýjanna, hlustaði á fagran fuglasöng og borðaði ferska ávexti.
Hann fékk reyndar í magann af ávöxtunum og það pirraði hann að sjá Davíð og Þorgerði sitja saman á skýi og leika á hörpur af mikilli innlifun.
Um kvöldið kom Pétur. "Nú ertu búinn að dvelja heilan sólarhring í
helvíti og heilan dag hér í himnaríki. Ertu kannski búinn að ákveða þig?" Spurði postulinn.
"Hmm," sagði Steingrímur, ég átti nú kannski ekki von á því en ég held að ég velji helvíti, þrátt fyrir allt. Það er heppilegasti staðurinn fyrir mig."
Andlitið datt af Pétri og hann reyndi hvað hann gat að fá Steingrím ofan af ákvörðun sinni. En Steingrímur var harðákveðinn.
Á ný fór Steingrímur með lyftunni niður í helvíti og djöfullinn tók aftur á móti honum. Hann kippti Steingrími inn en þar var þá allt öðru vísi umhorfs en daginn áður. Brennisteinsfnykinn lagði um allt og skerandi sársaukavein flokksbræðra hans og vina fylltu loftið. "En hvar er golfvöllurinn?" Spurði Steingrímur. "Og djöflastelpurnar, bjórinn og grillið?

- "Ah," sagði djöfullinn, "þú skilur þetta manna best, í gær var
kosningabaráttan í fullum gangi. En nú ertu búinn að kjósa!


VAR GNARRINN EKKI BÚINN AÐ BANNA KOMUR HERSKIPA Í REYKJAVÍKURHÖFN?????

Eða var ekkert að marka það frekar en annað sem hann hefur látið frá sér fara í gegnum tíðina????
mbl.is Tundurduflaslæðarar í höfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HVAR Í ÓSKÖPUNUM ER REYKJANESTANGI?????????

Upptök jarðskjálftans  voru jú 16 kílómetra norðvestur af Eldeyjarboða, en það er svo verið að bíta hausinn af skömminni með því að birta mynd af Eldey, sem kemur fréttinni ekkert við. Þó það sé lítið sameiginlegt með kúk og skít, þá eiga Eldey og Eldeyjarboði lítið sameiginlegt nema nafnið.....
mbl.is Skjálfti á Reykjanestanga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞETTA ER BARA ENN EITT DÆMIÐ UM HVERSU VEL TENGT FYRIRTÆKIÐ ER VIÐ RAUNVERULEIKANN

Hvað skyldi verða næsta mál á dagskrá hjá þeim??????????
mbl.is Leifsstöð á sér langa hefð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SIGLINGASTOFNUN ER EINUNGIS AÐ SINNA STARFI SÍNU OG EFTIRLITSSKYLDU - BER EKKI AÐ VIRÐA ÞAÐ............

En þessir aðilar, sem sinna "hvalaskoðun" við landið, hafa ávallt álitið að þeir séu hafnir yfir lög og reglur og geti bara aðhafst algjörlega eftir eigin geðþótta og gert það sem þeim sýnis án afskipta eins eða neins.  Kannski það þurfi svo sem eitt dauðsfall eða alvarlegt slys svo þessir aðilar fari aðeins að sinna lágmarksöryggiskröfum.  Oft hefur hvarflað að manni þegar maður sér hvalaskoðunarbáta,nú skulum við ekki tala um neinn sérstakan, fara úr höfn með 50 til 60 manns hvort björgunarvesti séu um borð fyrir alla og hvað þá björgunarbátar, eru áhafnir bátanna þjálfaðar til að takast á við sjóslys eða annað sem kann að koma uppá og eru kannski stundum fleiri um borð en leyfi er fyrir??????
mbl.is Deila um Rib-báta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HALDA INNLIMUNNARSINNAR AÐ ÞETTA SÉ FORGANGSMÁL NÝRRAR RÍKISSTJÓRNAR???

Væri ekki réttara að snúa sér að málum sem eru virkilega aðkallandi eins og skuldamál heimilanna, stöðnun atvinnulífsins, koma fjárfestingum af stað, örva efnahagslífið og fleira og fleira.  Svo þegar sú vinna væri komin af stað þá væri ekki úr vegi að fólk fengi að vita hver RAUNVERULEG staða "samningaviðræðnanna" við ESB er.  Vilja INNLIMUNARSINNAR alls ekki viðurkenna að eingöngu er um AÐLÖGUNARVIÐRÆÐUR að ræða og ekki verður um neinar VARANLEGAR undanþágur að ræða.  Það er búið að "loka" 11 köflum í "samningaviðræðunum".  Hvers vegna er almenningi ekki sagt frá hvað þar hefur verið "samið" um í þessum 11 köflum?  Þar hlýtur að vera kominn hluti af samningi................. 
mbl.is Ný ríkisstjórn ljúki ESB-viðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞEIR VORU FLJÓTIR AÐ KOMA SÉR Í "VÆLUGÍRINN".

Það er nú meira vælið alltaf í þessu liði.  Þeir koma með fullyrðingar um neikvæð áhrif hvalveiða á ferðaþjónustuna án þess að rökstyðja þær á nokkurn hátt, enda geta þeir það ekki.  Undirritaður tók þátt í því fyrir nokkrum árum að gera könnun á því hvort hvalveiðar hefðu áhrif á hvalaskoðun.  Niðurstaðan var sú að svo var ekki þvert á móti vildu þeir sem þátt tóku í könnuninni bæði sjá hvalina í sínu eðlilega umhverfi og einnig að sjá veiðar.  Sú fullyrðing að hvalaskoðun skili svo miklum tekjum í þjóðarbúið er algjörlega órökstudd, þegar við unnum þessa rannsókn kom í ljós að tekjurnar af hvalaskoðun voru varla upp á hund og framlegðin var mjög svo dapurleg.  En því miður er þetta orðið svo mikið tilfinningamál að það er alveg útilokað að þessir aðilar (hvalaskoðunarfyrirtækin og hvalveiðimenn) geti nokkurn tíma unnið saman.  Fyrsta skrefið er náttúrulega að birta "réttar" tölu þegar verið er með einhverjar fullyrðingar.
mbl.is Ferðaþjónustan mótmælir hvalveiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband