Bloggfærslur mánaðarins, maí 2022

BORGARLÍNA - STRÆTÓ

Samkvæmt þeim teikningum, sem ég hef séð, þá á borgarlínan svokallaða aðeins að liggja um helstu umferðaræðar stór-Hafnarfjarðarsvæðisins (Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörður og Garðabær) og svo sá ég það í kvöldfréttum á RÚV í gærkvöldi að borgarlínan ætti líka að liggja að hluta til í gegnum Mosfellsbæ.  En segir þetta okkur ekki að það hlýtur þá að standa til að reka Strætó líka samhliða Borgarlínunni eða hvernig er annars ætlast til að fólk sem býr ekki í nágrenni við Borgarlínu geti nýtt sér hana?  Og hvernig stendur eiginlega á því að fólk fær enga kynningu á þessu?????????  Og nú á að ganga til sveitarstjórnarkosninga með þessi mál í lausu lofti........


"GLÓBALLISTARNIR" HAFA NÁÐ YFIRHÖNDINNI Í FRAMSÓKNARFLOKKNUM...

Það er nokkuð augljóst þegar þessi kosningaloforðlisti er skoðaður, en það vekur athygli að Einar Þorsteinsson hefur "þurft" að gera málamiðlun með það að FJARLÆGJA Reykjavíkurflugvöll úr Vatnsmýrinni, en hann hefur náð að halda borgarlínunni inni kannski er hafinn undirbúningurinn að því að Einar Þorsteinsson skríði upp í til Dags B. til að hjálpa Degi við  að "styrkja" núverandi "meirihluta í Reykjavík??  Enda finnst mér frekar lítill munur á stefnu Samfylkingarinnar og Framsóknar, eini munurinn er að Samfylkingin hefði aldrei viljað flýta gerð Sundabrautar..............


mbl.is Framsókn vill þrjú þúsund íbúðir á ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SKILGREINING Á "SÉRTRÚARHÓPNUM" VIÐREISN.......

Með réttu eða þannig hafa margir viljað skilgreina VIÐREISN sem klofningsframboð úr Sjálfstæðisflokknum, en eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar kom formaður VIÐREISNAR fram með nýja skilgreiningu á flokknum (sértrúarsöfnuðinum), hún sagði þegar "meirihlutaviðræðurnar" í Reykjavík fóru fram síðast AÐ VIÐREISN MYNDI SELJA" SIG DÝRT (ekki veit ég alveg hvað formaðurinn hefur átt við), en var hún ekki með þessu að segja að VIÐREISN VÆRI PÓLITÍSK HÓRA, sem gerði allt fyrir "rétt" verð........


HVERSU MIKILVÆG ERU ORKUSKIPTIN FYRIR "UMHVERIS-AYATOLLANA"?

Þessu er einfaldlega mjög einfalt að svara: Þetta lið er nú ekki "umhverfisvænna" en það að það má ekki virkja eina einustu sprænu á landinu til þess að orkuskiptin geti átt sér stað.  Tvískinnungurinn hjá þessu liði í þessu máli er orðinn svo sláandi að flestum hlýtur að veða óglatt yfir því hvað má og ekki má og svo  kemur þetta lið fram með einhverja lygi um það að málið sé að það sé bara bull að eitthvað þurfi að virkja svo orkuskiptin geti átt sér stað.  Alþingi hefur ekki treyst sér til að ræða "rammaáætlun" síðustu tíu árin, vegna hávaðans í þessum minnihlutahóp því þingmenn eru einfaldlega hræddir við þetta lið.............


mbl.is Beint: Staða rafeldsneytismála rædd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband