Föstudagsgrín

Hérna kemur einn í tilefni jólanna, sem eru  á næsta leiti:

Guð, Lykla-Pétur og fleiri toppmenn úr himnaríki sátu á skýi og horfðu niður til jarðarinnar.  Þá varð Lykla-Pétri að orði:"Það er allt á heljarþröm á jörðinni allt vitlaust í Rússlandi og Úkraínu, ófriður fyrir botni Miðjarðarhafs, allt vitlaust í Arabaheiminum, olíuverð í frjálsu falli og fleira og fleira.  Guð þú verður bara að fara og gera eitthvað í málunum".

Þá svaraði Guð:"Á þann eymdarstað sem jörðin er fer ég sko ekki.  Ég skrapp þangað fyrir rúmum tvö þúsund árum og þessar smásálir þar eru ennþá að tala um það"............


Bloggfærslur 23. desember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband