FYRR MÁ NÚ ROTA EN DAUÐROTA

Ég verð nú að segja að í fyrstu hélt ég að um misritun væri að ræða, fyrst þegar ég las fréttina.  En svo las ég betur yfir fréttina og það útskýrði margt til dæmis það að verðlagning þarna á svæðinu er orðin þannig að Íslendingar eru með öllu hættir að mæta á svæðið, menn hugsa sig um þegar verðið fyrir einn fullorðinn er 5.200 krónur, unglingurinn þarf að borga 3.200 krónur en svo reyndar ókeypis fyrir börn.  Þar með er ekki allt upptalið menn verða að leigja handlæði, baðsloppa og inniskó, svo túrinn í Bláa Lónið, fyrir fjögurra manna fjölskyldu verður ansi dýr.  Þarna koma nær eingöngu  erlendir ferðamenn og þeim ofbýður verðlagið þarna og skyldi engan undra.

En segja þessar tölur úr ársreikningi Bláa Lónsins ekki að svo virðist sem GRÆÐGIN ráði alfarið ferðinni og væri ekki ráð að fara að endurskoða verðskrána aðeins og færa hana kannski örlítið nær raunveruleikanum?  JAFNVEL FERÐAMENN LÁTA EKKI BJÓÐA SÉR SVONA OKUR ENDALAUST.  


mbl.is Bláa Lónið hagnaðist um tvo milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. september 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband