NOREGUR - FÆREYJAR. NORÐÐMENN HÉLDU AÐ ÞEIR VÆRU BARA AÐ FARA Í "LÉTTANN" ÆFINGLEIK....

En þar skjátlaðist þeim hrappalega.  Frá fyrstu sekúndu leiksins var alveg greinilegt að Færeyingar voru ekkert komnir þarna bara til að vera með heldur var ljóst að mótherjarnir þyrftu að hafa verulega fyrir hlutunum.  Og það kom sko heldur betur á daginn.  Færeyingarnir spila mjög "óhefðbundinn handbolta" til dæmis er ekki algengt að sjá svokölluð "sirkusmark" snemma í fyrri hálfleik, svo eru Færeyingar mjög snöggir og léttir og þar var ekki óalengt að sjá að þeirra helstu sóknarmenn fengju mjög hressilegar flugferðir og alveg með ólíkindum hversu vel þeir sluppu frá þeim.  En því miður  eru þeir svo fáir í liðinu að sama liðið var inni á vellinum allan tímann og þá er því miður bar ávísun á það að þeir komast sennilega upp úr riðlinum.  Það ljótasta sem ég sá í þessum leik, var þegar stjarna Norðmanna Sagosen skaut í höfuðið á Færeyska markmanninum, þetta var svo augljóst og var nokkuð oft endursýnt en dómararnir dæmdu ekki á atvikið hann Gunnar Birgisson, sem lýsti leiknum talaði um að sennilega hefði Sagosen fengið svokallaðan "stórstjörnuafslátt".  En þetta var mjög jafn leikur Norðmenn komust, að mig minnir tvisvar sinnum í þriggja mark forskot en Færeyingar náðu alltaf að  jafna og eins og Íslendingar náðu þeir að jafna eftir að vera tveimur mörkum undir þegar tvær mínútur voru eftir.  En leikurinn fór 26 - 26.  TIL HAMINGJU FÆREYINGAR.....


Bloggfærslur 13. janúar 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband