HVERS VEGNA ERU EKKI SETT LÖG Á ÞÁ??????????????????

Flugumferðarstjórar gegna stóru hlutverki í efnahagskerfinu og flugfólk yfirleitt, það hlutverk er alltaf að stækka með árunum.  Deila má um það hvort vinnustöðvun þeirra hafi jafn mikil áhrif og vinnustöðvun sjómanna, en það hefur ekki staðið á því að LÖG hafa yfirleitt alltaf verið sett á verkföll sjómanna.  Því eru ekki sett LÖG á verkföll flugumferðarstjóra?????  Ekki er nú hægt að segja að þeir séu á einhverjum "lúsarlaunum".
mbl.is Fjögurra tíma verkfall flugumferðarstjóra hefst kl. 7
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

fólk með allt að 900 þús á mánuði í verfalli !

vá, ég vorkenni svona vitleysingum !

Lög á þá ! Síðan segja þessu liði upp og ráða erlenda flugumferðastjóra ! öll samskipti fara hvort eð er framm á ensku

afb (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 05:37

2 identicon

Ég er sammála ykkur en ég sé samt ekki að þú hafir bloggað neitt þegar flugvirkjar og flugmenn boðuðu verkföll.  Reyndar kom aldrei fram í fjölmiðlum hvaða laun þeir hafa.  Ég held að þeir hafi hærri laun en flugumferðarstjórar eða amk flugmenn.  Flugumferðarstjórar sinna ábyrgðarmiklu starfi sem útheimtir mikla einbeitingu undir hámarks álagi.

Ég vinn hjá fyrirtæki þar sem trúnaður ríkir um launakjör og mér finnst mjög merkilegt að fyrirtækið Flugstoðir sjái sér þann leik á borði að senda frá sér fréttatilkynningu um hver laun þeirra eru!!!!  ALDREI kom fram í nýafstaðinni kjaradeilu flugmanna hvaða laun þeir hafa!

En bíddu við!.....   Ég hef nú fylgst með þessari stétt í gegnum tíðina og ég sé að þeir hafa verið að lækka VERULEGA í launum!  Í fyrri kjaradeilum þeirra man ég eftir því að það hafi því verið haldið fram að þeir væru með 1,2 milljón á mánuði og með 1,5 miljón á mánuði og 1,1 milljón á mánuði en núna segir Flugstoðir í fréttatilkynningu að þeir séu "bara" með 900þús á mánuði??   Er búið að vera að ljúga að okkur hver launin hafa verið hjá þessari stétt?  Er ekki bara rétt að greiða þeim þau laun sem allir halda að þeir séu með og þá verða líklegast allir ánægðir.  Fyrir um 15 árum síðan var ég að spá í að læra þetta og þá var mér sagt (reyndar ekki af flugumferðarstjóra) að "þessir menn" væru með milljón á mánuði og gróflega áætlað telst mér til að miðað við verðbreytingar sl 15 ár ættu þetta að vera 2 milljónir í dag!

Þessi stétt er að flytja út þekkingu sína og þar með afla gjaldeyris.  Staðreyndin er að þeir eru að vinna "frítt" fyrir innanlandsflugið.  Ég heyrði um daginn amk að flugrekendur á Íslandi væru æfir yfir því að það ætti að leggja á þjónustugjöld vegna þeirrar þjónustu sem flugumferðarstjórar veita!  Það er semsagt ég og þú sem aldrei fljúgum innanlands sem borgum með sköttunum okkar þjónustugjöldin þrátt fyrir að flugmálastjórn hafi verið OH Há EFFUÐ.

Kalli

Kappinn (IP-tala skráð) 10.3.2010 kl. 08:58

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég vissi bara ekki að ég þyrfti að blogga þegar flugvirkjar, flugmenn og fleiri fara í verkfall.  Í þessu bloggi tala ég sérstaklega um flugumferðarstjóra en ég nefni annað flugfólk einnig.   Hvaða stétt hefur EKKI orðið fyrir launalækkunum????  Ég fór inná hagstofuna og bar saman "launavísitölurnar" í jan 1995 (sem var 113,9) og svo í jan 2010 (hún var 366,9), miðað við að flugumferðarstjórar hafi verið með milljón á mánuði ÞÁ ættu þeir samkvæmt því að vera með 3.221.246,71 en þú VEIST að svona virkar þetta EKKI.  Ég man ekki eftir þessari umræðu 1995, þá þóttu það OFURLAUN ef einhver var með 500.000 á mánuði hvað þá 1000.000,  ekki ætla ég að segja að þú sért að fara með rangt mál Kalli en er alveg öruggt að þarna gæti ekki einhverrar ónákvæmni.  Margar fleiri fleiri starfstéttir flytja út þekkingu sína og afla þannig gjaldeyris og ekki hef ég heyrt það fyrr að flugumferðarstjórar vinni "frítt" fyrir innanlandsflugið ef rétt er þá þarf náttúrulega að leiðrétta það en í því ástandi sem er núna, finnst mér, það skjóta skökku við að HÁLAUNASTÉTTIR séu að fara í verkfall og krefjast hærri launa.

Jóhann Elíasson, 10.3.2010 kl. 10:16

4 identicon

Það er gott að lesa að fólk er greinilega með púlsinn á launum flugumferðarstjóra í dag. afb vill reka þá alla hér á landi og ráða erlenda flugumferðarstjóra af því að samskipti fara hvort sem er fram á ensku. Einmitt, reka alla flugumferðarstjóra og greiða þeim uppsagnarfrest og reyna svo að fá erlenda flugumferðarstjóra til þess að vinna hér á landi fyrir þessi laun. Hvernig á að fá erlenda flugumferðarstjóra hingað fyrur þessi laun þegar íslenskir flugumferðarstjórar vilja ekki vinna fyrir þessi laun?

Þar liggur einmitt hundurinn grafinn, launin er orðin svo lág á alþjóðlegan mælikvarða að menn eru farnir að flýja land og farnir að vinna í m.a. Noregi eða Mið-Austurlöndum fyrir margfalt hærri laun. Ef þessi þróun heldur áfram munum við halda áfram að missa mikilvæga reynslu úr landi með minnkandi flugöryggi og það er þróun sem þarf að snúa við og því ber að greiða þessu fólki samkeppnishæf laun.

Ingvar (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband