"GRIÐARSVÆÐI HVALA"?????????

Eru þeir fullir þarna hjá samtökum ferðaþjónustunnar eða á sterkum lyfjum???? Nema hvorttveggja sé.  Stækka griðasvæði hvala, er ekki í lagi með mannskapinn???  Fyrir það fyrsta þá eru ENGIN dæmi um það að hvalir hafi verið veiddir á hvalaskoðunarsvæðum en hins vegar eru dæmi um það að hvalaskoðunarbátar hafi farið þangað sem verið var að veiða hval til að sýna .  Svo vil ég bara ítreka það að öll þau ár sem ég starfaði til sjós sá ég ALDREI merkt á sjókortum nein hvalaskoðunarsvæði löngu áður en hvalaskoðun varð til þá var veiddur hvalur á svokölluðum "hvalaskoðunarsvæðum".  Aldrei hefur verið, með neinum haldbærum rökum, verið bent á í hverju "skaðsemi hvalveiða" væri fólgin.  Ég vann skýrslu árið 2008 sem sýndi það að hvalveiðar hafa ENGIN áhrif á hvalaskoðanir ef áhrifin eru einhver þá eru þau frekar í hina áttina, en það mátti ekki koma fram í þessari skýrslu.  En hins vegar kom það fram í Kanadískri skýrslu, sem við komumst yfir í tengslum við þessa rannsókn, að hvalaskoðanir VÆRU EKKI eins heilnæmar og náttúruvænar og haldið væri fram því þær hefðu árhrif á heyrn hvala og yllu því að "staðsetningarbúnaður" þeirra ruglaðist og þar væri komin stærsta ástæðan fyrir hinni miklu aukningu árekstra hvala og skipa og aukningu þess að hvalir sigla á land og stranda. Samtök ferðaþjónustunnar ættu frekar að einbeita sér að því að þessar tvær atvinnugreinar vinni saman, hvalaskoðanir og hvalveiðar, heldur en að vera að hlaupa eftir svona öfgum og vitleysu og reka þannig fleyg á milli þessara tveggja greina.
mbl.is Ítreka fyrri ályktanir um hvalveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Ingi Kjartansson

Ég get líka lofað þér að það væri hægt að selja hvalaskoðunarferðir þar sem boðið er uppá hvalkjöt í lok ferðar.

Ferðaþjónustan verður bara að læra að sjá tækifærin.

Sigurður Ingi Kjartansson, 24.3.2010 kl. 12:35

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég stakk nú upp á því að boðið væri upp á hrefnukjöt í hinum ýmsu útgáfum í hvalaskoðunarferðum og það voru ekkert venjulegar svívirðingar sem ég fékk yfir mig þá.  Það er sko alveg rétt hjá þér að ferðaþjónustan verður aðeins að fara að sjá útfyrir "rammann" og gera sér grein fyrir að tækifærin liggja nokkuð víða.

Jóhann Elíasson, 24.3.2010 kl. 12:41

3 Smámynd: Ingvi Rúnar Einarsson

Hafið ekki áhyggjur af ítrekun þessari.Þetta er bara auglýsing.

Einn eigandi af hvalaskoðunarbát tjáði mér,að allar greinar gegn hvalveiðum,virkuðu sem auglýsing fyrir þá.Þess vegna er þessi ítrekun þeirra til að skapa umræðugrundvöll,til að áróður verði sem mestur.

Ingvi Rúnar Einarsson, 24.3.2010 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband