EKKI NEIN STÓRTÍÐINDI Í ÞESSARI TÍMATÖKU!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Þó kom frammistaða Hamiltons á óvart eða réttara sagt hversu illa hann stóð sig miðað við hversu mikla yfirburði hann hafði sýnt á æfingum og ég held að það hafi komið flestum á óvart að sjá Button fyrir framan hann á ráslínunni.  Þá er mjög fróðlegt að skoða frammistöðu Sutils á þessari vertíð, en í öllum keppnunum hingað til hefur hann verið þó nokkrum sætum fyrir framan liðsfélaga sinn Luizzi og núna varð engin breyting þar á Sutil komst í lokaumferðina, þó svo að hann næði "aðeins" 10 sætinu en Luizzi varð í því 17.  7 sæti á milli liðsfélaga er nokkuð mikið en ef er skoðað bilið milli Rosbergs í fjórða sæti og Schumachers í því níunda, þá verður að segjast eins og er að Schumacher verður að fara að hysja upp um sig þetta gengur ekki svona lengur.  Annars voru allir, sem talað var við á brautinni, vissir um að á einhverjum tímapunkti í keppninni á morgun myndi rigna og það gerir keppnina bara meira spennandi og verður fróðlegt að fylgjast með.


mbl.is Vettel sýndi öryggi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Þetta verður spennandi keppni Jóhann, rigningin gerir hana ekki minna spennandi, þrátt fyrir frekar óvænta rásútkomu, er frekar lítill munur á efstu mönnum svo allt getur gerst í keppninni,sammála þér havð varðar Schumacher, bíllinn er greinilega nógu góður, kall finnur sig bara einhvernveginn ekki nógu vel í honum.

Kristján Hilmarsson, 17.4.2010 kl. 13:15

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þegar maður horfði á lokahringinn hjá honum, var engu líkara en hann væri að spara bílinn eða eins og sgt er: Driving the save way".  Satt segir þú rigningin gerir keppnina bara skemmtilegri og svo er ég orðinn svolítið spenntur fyrir Sutil en ég held að það sé alveg sama hvort rignir eða ekki Vettel er alveg í sérflokki endaa var það haft eftir Michael Schumacher, þegar þessi strákur kom fram í dagsljósið, að þarna væri kominn arftaki sinn.

Jóhann Elíasson, 17.4.2010 kl. 14:29

3 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Mikið til í því, Vettel er þegar búinn að sýna "heimsmeistaratakta" vonum bara að hann og Webber keyri ekki í hvern annann í startinu :( en svo má ekki gleyma landa Vettel (hálfur finni reyndar) Rosberg, hann er vel með þegar hann er á bíl sem virkar, Alonso er farinn að sýna sig og McLaren gæjarnir eru absalútt með svo það verður fjör á morgun Jóhann Góða Skemmtun ;)  

Kristján Hilmarsson, 17.4.2010 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband