James Clark (4.03.1936 – 7.04.1968)

 

James „Jim" (eða „Jimmy") Clark, Jr.  Er einhver virtasti formúlu 1 ökumaðurinn sem uppi hefur verið þó svo að á sínum stutta ferli sem formúlu1 ökumaður (1960 -1968) hampaði hann „einungis" tveimur heimsmeistaratitlum sem formúlu1 ökumaður en það var árin 1963 og 1965. Á árunum 1960 -1968 tók hann þátt í 73 mótum, hann vann 25 þeirra, var 32 sinnum á verðlaunapalli, hann var 33 sinnum á ráspól og átti 28 sinnum hraðasta hring.  Allan þann tíma sem hann var í formúlu1 ók hann aðeins fyrir eitt lið en það var Lotus á þessum árum var Lotus algjört yfirburðalið í formúlunni.  Margt ótrúlega flott gerði hann á sínum ferli en flestir eru á því að sigurinn á Spa árið 1963 standi upp úr og sú frammistaða verði „ALDREI" toppuð.  Aðstæður voru þannig á brautinni að það var svarta þoka og rigning.  Clark hóf keppni í áttunda sæti á ráslínu, Clark fór framúr hverjum á fætur öðrum og ca á 17 hring hafði hann „hringað" alla nema þann sem var í öðru sæti, Bruce McLaren á Cooper, en þegar upp var staðið varð hann um FIMM MÍNÚTUM á undan honum yfir marklínuna.  Á Monza 1967 var hann í forystu þegar sprakk hjá honum, hann komst inn á þjónustusvæðið og fékk nýtt dekk, en á því tapaði hann einum hring og kom aftur inn í keppnina í 16 sæti.  Honum tókst með alveg ótrúlegum akstri að ná forystunni aftur og var að hefja síðasta hring, en ekki hafði verið gert ráð fyrir svona „svakalegum" akstri og á síðasta hring varð bíllinn bensínlaus þannig að ekki tókst að klára keppnina.

James Clark hafði orð á sér fyrir að vera mjög fjölhæfur ökumaður og á sínum ferli tók hann þátt í mörgum mótaröðum m.a Indianapolis 500, sem hann vann 1965 og er hann eini maðurinn utan Ameríku sem hefur unnið þá mótaröð, hann keppti í NASCAR 1967 ásamt formúlu1 og svona mætti lengi telja og í öllum mótum sem hann tók þátt í var hann í fremstu röð.

Þann 7.04. 1968 tók James Clark þátt í formúlu2 keppni á Hockenheim-brautinni (það var áður en brautin var stytt og þá lá stór hluti hennar í gegnum skóglendi).  Ekki er alveg vitað hvað gerðist en uppi eru ágiskanir þess efnis að loft hafi lekið úr afturdekki hjá honum sem orsakaði það að hann missti stjórn á bílnum, ók á tré og tví hálsbrotnaði.  Hann lést á leið á sjúkrahúsið.

Vegna þess að brautinni á Hockenheim hefur verið breitt er aðeins lítill trékross í skóginum þar sem slysið varð en hans er alltaf minnst þegar kappakstrar fara þar fram og eru menn á því að þar hafi farið einn besti ökumaður allra tíma.

Að sjálfsögðu hefði ég átt að vera tilbúinn með þennan pistil FYRIR keppnina á Hockenheim í sumar en ég vona að mér verði fyrirgefið verður maður ekki bara að segja „Betra seint en aldrei".


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Fín og fræðandi samantekt hjá þér Jóhann. Flott innlegg hjá þér. Takk fyrir.

Ágúst Ásgeirsson, 24.8.2010 kl. 17:54

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þakka þér fyrir Ágúst.  Stundum finnst mér að menn séu svolítið fljótir að gleyma og þeir eru fleiri sem mætti fjalla um en James Clark er án nokkurs vafa fremstur meðal þeirra, sem ruddu brautina í formúlunni.

Jóhann Elíasson, 25.8.2010 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband