Föstudagsgrín

 

Í matarveislunni hvíslar mamman að syni sínum:

„Hvers vegna lagðir þú engin hnífapör við diskinn hjá Gunna frænda?"

Sonurinn segir upphátt:

„Ja sko!  Ég hélt að Gunni þyrfti engin hnífapör.  Þú sagðir að hann borðaði eins og svín."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Góður!

Varstu búinn að sjá þennan?

Hafnfirðingur nokkur leitaði til læknis og kvartaði yfir krónískum höfuðverk. Læknirinn fann ekkert út úr þessu og sendi manninn til sérfræðings.

Sérfræðingurinn áttaði sig ekki heldur á hvað gæti verið að hrjá þennan ágæta mann úr firðinum fagra, svo hann ákvað að opna á honum höfuðkúpuna og sér til mikillar furðu sá hann að kúpan var galtóm. Algjörlega galtóm.

Að undanskildu því þó að mjög grannur vír var strengdur þvert yfir kúpuna.

Jæja, þarna er þá meinið, hugsaði hann með sér og klippti á vírinn.

Þá duttu eyrun af Hafnfirðingnum!

Björn Birgisson, 4.3.2011 kl. 16:45

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þeir eru alltaf góðir Hafnafjarðarbrandararnir.  Varstu búinn að heyra um Hafnfirðinginn, sem var að "fikta" í naflanum á sér með skrúfjárni, það duttu af honum báðar rasskinnarnar??!!!!!!!!!!!!!  Annars á ég svosem ekki að vera að dreifa Hafnarfjarðarbröndurum þar sem ég er nú hafnfirðingur......

Jóhann Elíasson, 4.3.2011 kl. 17:24

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Góður þessi: Jóhann bloggvinur/kveðja og hafðu góða helgi

Haraldur Haraldsson, 5.3.2011 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband