GEFUR ALVEG AUGA LEIÐ

Það er ekki neitt lítil athygli, sem þessi öfgavitleysingur hefur fengið, með aðstoð fjölmiðla um allan heim.  Meira að segja CNN ætlaði að vera með viðtal við hann en sem betur fer var hætt við það á síðustu stundu.  Vegna þeirra athygli sem hann fær hugsa aðrir öfgamenn að þetta sé einmitt "rétta" aðferðin til að koma sér og málefnum sínum á framfæri.


mbl.is Breivik: Fleiri munu gera árásir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ótrúlegt hvað menn geta verið miklir kjánar að blaðra öllu sem þessi maður segir og þannig provokera aðra vitleysinga til dáða. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.4.2012 kl. 16:21

2 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Það er HANN ! ABB sjálfur sem er að segja að það séu fleiri árásir í vændum, ég vil gjarnan trúa því að þessi hryllingur sem við að vísu urðum vitni að gegn um fjölmiðla, 22 júlí og dagan eftir, sem betur fer gegn um fjölmiðla, nógu margir upplifðu þetta "beint í andlirið", ég vil gjarnan trúa þv að þessi viðbrögð ykkar við ýtarlegri upplýsingum af voðaverkunum, sé það sem fær ykkur til að bregðast svona við, lái ykkur það ekki.

Það er ekkert hægt að fullyrða um það hvort, né hversu margir, ef nokkrir, munu hvetjast til álíkra voðaverka, vegna þess að réttarhöldin eru opin og þar með fyrir fjölmiðla alla, eins og er er það bara ABB sem heldur því fram að fleiri séu í viðbragðsstöðu, hans orð eingöngu.

Hitt er aftur á móti staðreynd, að þöggun og leynd eru foreldrar vanþekkingar, vanþekking er besta vopn öfgamanna, meðan þekking er besta vopnið í baráttu við öfgamenn og hryðjuverk, það er því miður þannig að í lífsins skóla eru fá "valfög" ef við ætlum að spjara okkur, verðum við líka að læra um óþægilegu hlutina, einfaldlega vegna þess að þeir eru hluti af lífinu, án þekkingar á þeim, eigum við litla möguleika á að standa upprétt gegn þeim.

MBKV og Gleðilegt Sumar Jóhann og Ásthildur (fékk kveðjuna frá þér Jóhann :)

KH

Kristján Hilmarsson, 19.4.2012 kl. 18:56

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gleðilegt sumar Kristján minn sömuleiðis.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.4.2012 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband