Föstudagsgrín

Starfsmannastjórinn
þurfti að ráða í eina stöðu og eftir að hafa farið yfir umsóknirnar stóðu eftir
fjórir umsækjendur sem allir voru jafn hæfir. Hann ákvað að boða alla á sinn
fund og spyrja einnar spurningar. Svörin myndu ákvarða hver fengi vinnuna.

Dagurinn rennur
upp og allir fjórir umsækjendurnir eru saman komnir í fundarherbergi
fyrirtækisins og starfsmannastjórinn spyr: "Hvað er það hraðasta sem þið
vitið um?"

Sá fyrsti
svarar: "Hugsun. Mannshugurinn virkar ótrúlega hratt og maður getur fengið
ótrúlegustu hugmyndir á nokkrum sekúndum."

"Mjög
gott!" segir starfsmannastjórinn. "Og þú?" spyr hann umsækjanda
númer tvö.

"Hmm...
látum okkur sjá. Blikk augans. Það kemur og fer án þess að þú þurfir að hugsa
um það."

"Frábært!"
segir starfsmannastjórinn. "Augnablik er einmitt mjög oft notað sem
mælikvarði á eitthvað sem gerist mjög hratt."

Hann snýr sér
svo að þeim þriðja sem er tilbúinn með svar:

"Það hlýtur
að vera hraði ljóssins," segir hann, "til dæmis, þegar ég er að fara
út í bílskúr, þá nota ég kveikjarann sem er við útidyrnar og áður en ég get
blikkað augunum, þá er ljósið komið á úti í bílskúr. Hraði ljóssins er það
hraðasta sem ég þekki."

Starfsmannastjórinn
var yfir sig hrifinn og hélt hann hefði fundið sinn mann. "Það er erfitt
að slá út hraða ljóssins." Þessu næst snýr hann sér að fjórða og
síðasta umsækjandanum.

"Það er
augljóst fyrir mér að það hraðasta í heimi er niðurgangur."

"Ha?"
spyr starfsmannastjórinn, steinhissa á svarinu.

"Bíddu,
leyfðu mér að útskýra. Sjáðu til, um daginn leið mér ekki vel og dreif mig á
klósettið. En áður en ég gat hugsað, blikkað eða kveikt ljósin, þá var ég
búinn að drulla í buxurnar."

Hann var ráðinn....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband