11 TVÖFALDI SIGUR MERCEDES-LIÐSINS Á KEPPNISTÍMABILINU

Þar með var met McLaren frá árinu 1988 slegið og það er spurning hvort Mercedes tekst að bæta við tvöföldum sigri í Abu Dabi kappakstrinum og svona allt að því að gulltryggja metið því það verður að teljast afskaplega hæpið að þetta met verði slegið á næstunni.  Annars var lítið um góða "spretti" í kappakstrinum í gær nema slagurinn milli Mercedes liðsfélaganna, annars bar kappaksturinn þess merki að slagurinn um heimsmeistaratitilinn er aðeins á milli tveggja manna.  Það vakti athygli hversu mörg mistök voru gerð í þjónustuhléum og þá var einnig skondið að sjá "heimsókn" Massa á þjónustusvæði McLaren, en það virðist vera nokkuð vinsælt, fræg er "heimsókn" Hamiltons þangað.  En þrátt fyrir 5 sekúndna refsingu og þessa "heimsókn" náði Massa þriðja sætinu sem er eftirtektarverður árangur og hlýtur að vera sárabót fyrir hann því það er ekki hægt að segja að lukkan hafi beinlínis elt hann þetta tímabilið...........


mbl.is Rosberg stóðst álagið frá Hamilton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband