Föstudagsgrín

Vel klæddur lögfræðingur fór inná bar og pantaði martini og sá að við hliðina á honum sat róni sem muldraði og glápti á eitthvað í hendinni á sér. Lögfræðingurinn hallaði sér lengra að honum og heyrði að róninn sagði, þetta lítur út eins og plast, síðan rúllaði hann því á milli fingranna á sér og sagði síðan, en þetta er eins og gúmmí viðkomu. Lögfræðingurinn spurði forvitinn, hvað ertu með þarna manni. Róninn sagði, Ég hef ekki hugmynd en það lítur út eins og plast en er eins og gúmmí viðkomu. Má ég sjá, sagði lögfræðingurinn og róninn lét hann fá þetta. Lögfræðingurinn rúllaði því milli fingranna á sér og skoðaði þetta gaumgæfilega. Já, þetta lítur út eins og plast en er eins og gúmmí viðkomu en ég veit ekki hvað þetta er,     hvar fékkstu þetta eiginlega?

Bara úr nefinu á mér, sagði róninn.......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband