NÚ ER MAÐURINN GJÖRSAMLEGA AÐ MISSA SIG.............

Oft hefur hann verið slæmur en nú gengur vitleysan, sem rennur út úr honum alveg um þverbak.  Og það að vísa í fréttir RÚV, gerir ekkert annað en að undirstrika það sem sagt hefur verið; að fréttastofa RÚV er aðalmálgagn vinstrimanna á landinu.  Það má kannski minna á það að þar til fyrir nokkrum vikum var ferðaþjónustan helsti aðilinn sem talaði fyrir "náttúrupassanum" á landinu og að tala um sérstakt gistináttagjald í staðinn brýtur í bága við reglur ESA því mjög einfalt væri að færa rök fyrir því að næstum allir sem kaupa gistingu á Íslandi séu útlendingar og þar með væri gistináttagjaldið orðið ólöglegt.


mbl.is „Nei, svona gera menn ekki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur K Zophoníasson

Það eru ekkert næstum allir sem kaupa gistingu á Íslandi útlendingar og gistináttagjald er bara skattur á gistingu rétt eins og virðisaukaskattur er skattur á gistingu.  Með þínum rökum væri virðisaukaskattur á gistingu ólöglegur vegna þess að næstum allir sem kaupa gistingu séu útlendingar sem er ekki einu sinni rétt.

Það er svo annað mál að gistináttagjaldið er auðvitað fáránlegur skattur, en það felur ekki í sér eins mikið áreiti og sóun og náttúrupassinn.  Gistináttagjaldið er einnig skattur sem er til fyrir og hækkun þess því mun einfaldari og hagkvæmari aðgerð en náttúrupassinn.

Guðmundur K Zophoníasson, 4.12.2014 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband