Föstudagsgrín

Maðurinn varð fyrir slysi og litli "vinurinn" kubbaðist af. Sérfræðingurinn á spítalanum hughreysti manninn og sagði að nú á dögum væri allt hægt og hann gæti grætt á hann nýjan vin en gallinn væri bara sá að þetta væri ekki innifalið í þessari slysaaðgerð heldur væri þetta sérfræðistörf og kostnaður töluverður. Lítill kostaði $5.000 miðlungs á $10.000 og svo risastór á $15.000. Maðurinn saup alveg hveljur en róaðist svo og sagði að hvað sem það kostaði yrði hann að fá nýjan strax og hann væri að hugsa um miðlungsgerðina. Læknirinn tók því vel en sagði að í svona málum væri nú best að hjónin ræddu þetta saman og tækju sameiginlega ákvörðun. "Hringdu bara í konuna, ég fer út á meðan, og þið komið ykkur saman". Maðurinn hringdi í konuna og læknirinn kom þá aftur inn á stofu og sagði: "Jæja, og hver er nú niðurstaðan"? Maðurinn var alvarlegur á svip gróf hendurnar í hár sitt og sagði: "Fyrir þennan pening vill hún heldur nýja eldhúsinnréttingu"!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband