EIGIÐ FÉ 1,5 MILLJARÐAR OG VILJA AUKA SKULDIR UM 12 MILLJARÐA......

Þetta er einfaldlega nokkuð sem gengur ekki upp.  Sérstaklega ekki þegar gert er ráð fyrir REKSTRARTAPI á þessu ári upp á þrjá milljarða á þessu ári.  Myndi einhver með fulla fimm setja fjármagn í slíka starfssemi?  Samkvæmt þessu er mjög stutt í það að eigið fé fyrirtækisins verði NEIKVÆTT ef það er ekki þegar orðið það.  Því miður verður ekki annað séð en að fyrirtækið sé þegar orðið gjaldþrota og fyrirhugaðar aðgerðir séu ekkert annað en verið sé að pissa í skóinn sinn.  Það er ágætt á meðan hlandið í skónum er enn volgt en það kólnar fljótt og þá verður líðanin alveg djöfulleg......


mbl.is WOW leitar aukins fjármagns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Jóhann Það er gott að þú barst þetta upp en Wow air hefir aldrei sagt hverjir eiga þetta flugfélag þ.e. flugvélarnar. Ég tel það vera Arabar eða útrásavíkingarnir að smygla illafengnum pening aftur inn í landið því engin banki myndi lána í svona starfsemi. Hafi það verið útrásarvíkingarnir þá hafa þeir sjálfsagt gjaldeyrisafslátt og  skattaívilnun. Það kannski botnar einhver þessa hugmyndafræði mína. 

Valdimar Samúelsson, 15.8.2018 kl. 09:01

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Blessaður Valdimar og þakka þér fyrir innlitið.  Ég held nú að Arabar eigi ekkert í flugfélaginu eða einhverjir útrásarvíkingar.  Ég held að Skúli Mogensen sé búinn að reisa sér hurðarás um öxl með því að vilja EKKI hleypa neinum öðrum að því að eignast hlut í þessu flugfélagi.  ÞAÐ HEFUR EINFALDLEGA VAXIÐ ÞAÐ HRATT AÐ HANN RÆÐUR EKKI VIÐ ÞAÐ AÐ REKA FÉLAGIÐ LENGUR.

Jóhann Elíasson, 15.8.2018 kl. 10:01

3 identicon

Rússafé, Pútín og félagar gegnum BTB. Hvar átti SM að hafa fengið alla þessa fjármuni, eignalaus maðurinn fyrir nokkrum árum? Hæpið að raunverulegir eigendur veðji á að bjarga sínu með því að setja meira í þetta pókerspil. Eiginfjárstaða innan við 5% sem brennur upp á nokkrum vikum í núverandi ástandi. Fjárfestar velkomnir, ha,ha, ha, en hagkerfi heimsins ganga út á að finna alltaf einhvern vitlausari. Ekki undarlegt að SM hafi drifið í afmælisveislunni. Er einhver að kaupa miða með WOW núna langt fram í tímann?

Örn Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 15.8.2018 kl. 10:20

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þakka þér fyrir Örn.  SM fór út úr Oz á hárréttum tíma, með mikla peninga og þannig hefur hann fjármagnað Wow air. Eins og ég hef áður sagt er ástandið orðið þannig að hann hefur EKKI NOKKURN EINASTA MÖGULEIKA TIL AÐ GERA NETT TIL BJARGAR FÉLAGINU.  Þetta félag er þegar orðið gjaldþrota.  ÞAÐ EINA SEM HANN GETUR GERT ER AÐ FÁ EINHVERJA VITLEYSINGA TIL AÐ KOMA INN MEÐ HLUTAFÉ.  MÉR HEFUR SÝNST AÐ LÍFEYRISSJÓÐIRNIR SÉU ALVEG TIL Í AÐ TAPA NOKKRUM TUGUM MILLJÖRÐUM.  Og þetta er alveg rétt hjá þér að ég veit ekki um neinn sem kaupir flugmiða með WOW air, langt fram í tímann......

Jóhann Elíasson, 15.8.2018 kl. 10:38

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þakka Jóhann. Ég þekki dálítið rekstur flugfélaga en hann gengur aldrei upp með nýjar flugvélar og lágum fargjöldum.

Nú er að sjá hvað olíufélögin gera nema að hann sé búinn að plata þá að taka taka hlutabréf upp í skuldir og framtíðar viðskipti en yfirleitt eru olíufélög fljót að stoppa afgreiðslu í svona tilfellum en við erum að tala um c 40 til 60 tonn af eldsneyti fyrir hverja ferð. 

Valdimar Samúelsson, 15.8.2018 kl. 13:02

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jú þetta er alveg hárrétt hjá þér Valdimar.  Þetta er einmitt stór hluti vandamálsins, menn virðast ekki vilja leita ráða hjá reynslumiklum mönnum og ég er ekki í minnsta vafa um að ef stjórnendur fyrirtækja, hvort sem er hér á landi eða erlendis, hlustuðu á reynslumikla menn, væri margt öðruvísi og betra.....

Jóhann Elíasson, 15.8.2018 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband