ENN SÝNIR ESB SITT RÉTTA ANDLIT - EN ÞAÐ BERAST ENGAR FRÉTTIR FRÁ ÍSLENSKUM FJÖLMIÐLUM UM MÁLIÐ

Til þess að fá einhverjar fréttir þarf að fara að skoða erlenda fjölmiðla. ESB fjölmiðlarnir eins og til dæmis Fréttablaðið, Hringbraut, Stöð2 og RÚV fjalla ekkert um málið, ég sá frétt um þetta á útvarpi Sögu en annars er ekki stafur um þetta mikilvæga mál.  En best að koma sér að kjarna málsins: MÁLIÐ ER ÞAÐ AÐ ESB SAMNINGANEFNDIN HEFUR TILKYNNT BRETUM ÞAÐ AÐ EF ESB RÍKIN FÁI EKKI AÐ VEIÐA EINS OG UNDANFARIN ÁR Í BRESKRI LÖGSÖGU, 55% AF ÚTGEFNUM KVÓTA, VERÐI EKKI GERÐUR NEINN ÚTGÖNGUSAMNINGUR VIÐ BRETA HELDUR VERÐI SETTAR VIÐSKIPTAÞVINGANIR Á LANDIÐ.  Þetta sýnir að ESB hefur ekki enn gefist upp við það að leggja stein í götu Breta til að koma í veg fyrir útgöngu þeirra.  Hefðum við Íslendingar verið svo ólánssamir að ganga í ESB hérna um árið, hvernig halda menn að okkur hefði gengið að verja fiskimiðin fyrir ESB, miðað við hvernig gengur hjá Bretum?????  Og er ekki tími til kominn að menn fari að hugsa út í það að ALLAR ákvarðanir innan ESB, ERU TEKNAR AF FÓLKI SEM ENGINN KAUS TIL STARFANS.  HVAR ER LÝÐRÆÐIÐ INNAN ESB?????  Að lokum skulum við skoða samantekt um tengsl ESB og Nasista, sem er unnin upp úr nokkrum bókum en þar kemur margt ansi merkilegt fram...........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

17.júní er að koma. Við verðum að standa vörð um okkar lýðræði. Getum byrjað á að segja okkur úr Schengen, láta fjórflokkinn hætta að stjórna landinu og fá forseta sem stendur með fólkinu í landinu en ekki fjórflokknum. Skoða aðild okkar að ESS og láta ekki nokkrar fjölskyldur eignast auðlindir landsins og verja landið okkar fyrir erlendum auðmönnum sem eru að kaupa upp landið og skemma firði landsins með laxeldi eins og þegar fjórflokkurinn leyfði innflutning á MINKI. 

Sigurður I B Guðmundsson, 16.6.2020 kl. 09:26

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Því miður hef ég það sterklega á tilfinningunni að sé orðin sífellt minni tilefni til hátíðahalda, fyrir okkur Íslendinga á 17. júní.  Það er mín skoðun að "fjórflokkurinn" hafi valdið mun meiri skaða hér á landi en MINKURINN.....

Jóhann Elíasson, 16.6.2020 kl. 09:39

3 Smámynd: Örn Einar Hansen

Menn sjá ekki framtíðina, því þeir skilja ekki "the great game". Ísland, verður selt hæðstbjóðanda fyrr eða síðar og Íslendingar verða leiguþegar í sínu eigin landi.

Tvö kínversk máltæki, sem menn ættu að setja sér nær hjarta.

Zhu, shi shenme si de? Ben si de. "Hvernig deyja svín (heimskingjar), aleinir".

Xue lei feng. "Að þykjast vera góðmenni, mun alltaf koma þér sjálfum í koll".

Örn Einar Hansen, 16.6.2020 kl. 17:05

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Því miður held ég að þetta sé allt hárrétt hjá.  Bara ef maður skoðar þá "hugsunarlausu einfeldninga" sem ætla sér að ljá núverandi forseta Íslands atkvæði sitt, sér maður ekki  mikla ástæðu til að horfa framtíðina björtum augum......

Jóhann Elíasson, 16.6.2020 kl. 17:29

5 identicon

Held reyndar að um falsfrétt sé að ræða. Boris Johnson segir í frétt nýlega að hann geri ráð fyrir samningum við ESB innan skamms. Ekkert er þar minnst á þessa kröfu ESB og harla ólíklegt að þetta sé inn í myndinni ef samningar eru að takast. Ekki trúi ég að Johnson gleypi þennan ófögnuð fyrir hönd breta. Ég hef meiri trú á þeim manni. Ástæðan fyrir því að þetta er ekki nefnt í neinum fjölmiðlum er sennilega sá að það er enginn fótur fyrir þessu. ESB gerði reyndar kröfu um aðgengi að fiskimiðum breta þegar Teresa May var að reyna að semja um útgöngu en það var slegið af borðinu. 

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 16.6.2020 kl. 18:22

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta er nú ekki meiri falsfrétt en það að Guardian fjallaði um málið og utan Bretlands oru einnig nokkrir miðlar, sem sáu ástæðu til að fjalla um þetta en INNLIMUNARSINNAR vilja greinilega ekkert af málinu vita.....

Jóhann Elíasson, 16.6.2020 kl. 19:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband