OFT HEFUR ÞETTA VERIÐ AUGLJÓST EN SJALDAN AUGLJÓSARA EN NÚNA......

Sú var tíðin að  þessi flokkur bar höfuð og herðar yfir ALLA aðra stjórnmálaflokka á Íslandi og virtist hafa hagsmuni lands og þjóðar í fyrirrúmi í sínum gjörðum og margt mjög gott sem þessi flokkur stóð fyrir.  En þetta er liðin tíð og stóryrt sagnorð eins og BÁKNIÐ BURT og STÉTT MEÐ STÉTT ásamt ýmsu fleiru er hjómið eitt í dag og algjörlega merkingarlaust.  Rétt er að minna á það að núverandi formaður flokksins ásamt öðrum þingmanni flokksins Illuga Gunnarssyni, þáverandi þingmanni flokksins og fyrrum Menntamálaráðherra, lofgrein í Morgunblaðið, um ESB (það skal tekið fram að þetta var árið 2006 og þá var Bjarni Benediktsson EKKI orðinn formaður flokksins) EN SÍÐAN ÞETTA VAR HEFUR BJARNI BENEDIKTSSON ALDREI GEFIÐ UPP  AFSTÖÐU SÍNA TIL ESB.  EINA SEM HANN SEGIR ER „AÐ ESB AÐILD SÉ EKKI Á DAGSKRÁ NÚNA“ og ekki fæst hann til að afturkalla umsókna um aðild að ESB, sem var send til Brüssel í júní 2009, bara það vekur upp efasemdir um heilindi hans í þessum málum.  Þá er ekki úr vegi að fjalla aðeins um "LAUMUKRATAVÆÐINGUNA" sem hefur átt sér stað innan flokksins undanfarin ár.  Flestir "LAUMUKRATARNIR" sögðu skilið við flokkinn fyrir nokkrum árum og stofnuðu VIÐREISN en nokkrir fóru á eftir.  En því miður urðu nokkrir eftir og hafa nú "plantað sér" í stjórn flokksins (ég ætla ekki að nefna nein nöfn en líklega vita allir hverja ég á við).  EN ÖLLUM ÆTTI AÐ VERA ÞAÐ LJÓST AÐ FLOKKURINN HEFUR FARIÐ NOKKUÐ LANGT TIL VINSTRI UPP Á SÍÐKASTIÐ OG MEÐ ÞÁ FORYSTU SEM LEIÐIR HANN Í DAG ER EKKI VITAÐ HVAR SÚ VEGFERÐ ENDAR.

Sannir SJÁLFSTÆÐIMENN hljóta að vilja gleyma þessu kjörtímabili sem allra fyrst lokkurinn var undir „járnhæl“ VG mest allt kjörtímabilið og sem dæmi má nefna að Bjarni (formaður flokksins) lét Kötu litlu svínbeygja sig varðandi þá kröfu að Sigríður Andersen færi frá vegna þess að hún vildi standa í lappirnar í hælisleitendamálunum og Umhverfisráðherra fékk nokkurn veginn alveg að leika lausum hala.  Það var ekki fyrr en HÁLENDISÞJÓÐARÐURINN kom til umræðu að flokkurinn tók aðeins við sér og stöðvaði það mál enda farið að hilla í kosningar.   Margt fleira væri hægt að tína til en þetta er nú þegar orðið of langt um þennan flokk (það verður að búast við því að einhver eigi eftir að nenna að lesa þetta)..........


mbl.is Þurfi að ræða stöðu Bjarna í forystu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Jóhann, kosningarnar framundan eru eins og boð á slæmt jólahlaðborð. Allt úldið eða svo ólystugt að ekki er nokkur löngun að snerta á einum einasta rétti. Þegar ég var við störf í Rússlandi fyrir mörgum árum var manni nauðugur sá kostur að éta það sem hvorki hugurinn eða bragðlaukarnir girntust enda þjáðist maður ekki af harðlífi þar nema þá helst í öðrum skilningi. Það er ekki þar með sagt að maður þurfi að éta þann óþverra sem nú er boðið upp á hér í komandi kosningum. En kannski getur Google Map leiðbeint eitthvað, hver veit ?

Örn Gunnlaugsson, 14.8.2021 kl. 12:51

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já Örn það er alveg skelfilegt til þess að hugsa hvað þetta "kosningahlaðborð" hér á landi er lélegt og býður upp á lítið annað en að menn fái bara "rennandi drullu" ef menn ætla að fá sér eitthvað af því sem þar er í boði.  Helsta vandamálið við Íslenska pólitík í dag, er að mínu mati, ákvarðanafælni,skortur á ábyrgð og að menn þori að hafa skoðun á málum og standa við þá skoðun.  Á meðan menn ÞORA ekki að taka afstöðu og standa við hana, gerist ekkert af viti......

Jóhann Elíasson, 14.8.2021 kl. 15:15

3 Smámynd: Örn Gunnlaugsson

Já, það verða margir með rennandi salmonelludrullu eftir næstu kosningar. En eins og þú veist þá fer þeim enn fækkandi sem þora ekki að tjá skoðanir sínar af hræðslu við að lenda úti í kuldanum.

Örn Gunnlaugsson, 14.8.2021 kl. 15:34

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Já Örn þetta er dapurleg þróun og ég er hræddur um að þessi þróun eigi eftir að leiða þjóðina til glötunar....

Jóhann Elíasson, 14.8.2021 kl. 15:41

5 identicon

Kata litla sem varð forsætisráðherra þrátt fyrir alls enga metorða þráhyggju, að eigin sögn.

Lýsti því yfir á vormánuðum 2008 sem varaformaður VG að Ísland væri best borgið í 0rmum ESB.

Jú, það kom fram í wikileaks skölum. Skjölum sem virðast hafa gufað upp.

( á vormánuðum 2008 þar sem allt átti að vera í himnalagi )

Kannski af því að hún átti þetta samtal við bandarískan stjórnmálafræðing í samkvæmi bandaríska sendiráðsins?

Hver man eftir viðtali við BB skömmu eftir efnahagshrunið?

Hann stamaði eins og krakki, hvarf af sjónarsviðinu um skamma hríð en byrtist svo aftur eins og vaxtaræktarmaður á sterum?

En ætlar fjölmiðlamaðurin og þingmaður XD Páll Magnússon að nýta sína starfsreynslu og gera tilraun til að sundra Sjálfstæðisflokknum?

Hver ætti virkilega að taka við af BB?

Gunnar Smári á greinilega að taka við af Steingrími Sigfússyni.

Þvílík atburðarás og ekki dettur mér í hug annað en að hún sé af mannvöldum.

Ísland er fyrir löngu tilbúið fyrir inngöngu í ESB enda hefur framkvæmdavaldið ráðið hér ríkjum frá upphaf sjáfstæðis.

Barba brella.

Heiðar Þór Leifsson (IP-tala skráð) 15.8.2021 kl. 01:38

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Því miður held ég að þetta sé allt rétt hjá þér Heiðar Þór og þá sérstaklega það sem þú sagðir um ESB og að í rauninni held ég að "Ísland hafi hafi gengið í ESB 2012" (það er í 110 ára skjölunum), þjóðinni hefur bara ekki verið sagt frá því......

Jóhann Elíasson, 15.8.2021 kl. 08:14

7 Smámynd: Egill Vondi

Mig er farið að gruna að ástæðan fyrir því að BB var á móti þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB var einfaldlega að hann vissi að ESB myndi tapa, og vildi ekki  afgerandi niðurstöðu þess efnis.

Egill Vondi, 15.8.2021 kl. 12:25

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta held ég sé alveg rétt hjá þér og svo er það að hann VISSI að Ísland er að mestu komið INN og vildi ekki að þjóðin fengi að vita af því.....

Jóhann Elíasson, 15.8.2021 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband