Talandi um Samfélagslega Skyldu!!

Það eru ekki litlar upphæðirnar sem þetta fyrirtæki hefur gefið í gegnum árin og er það mun meira en getið er í fjölmiðlum.  Sem dæmi vil ég nefna að fyrir nokkrum árum var ég að kenna við Stýrimannaskólann í Reykjavík (þetta var áður en LÍÚ tók reksturinn yfir og kallaði skólann þá Fjöltækniskóla Íslands).  Nemendur mínir voru nýlega búnir að fara á námskeið hjá Slysadeildinni í Fossvogi, þar sagði starfsfólkið þeim að ef Bónus væri ekki þá væru ekki til nauðsynleg tæki á deildinni.  Þegar maður heyrir svona hugsar maður með sér að væntanlega sé nú hagnaður af rekstri fleiri fyrirtækja en það virðist vera hugtakið "samfélagsleg ábyrgð" sé ekki til í  hugum allra eigenda og stjórnenda stórfyrirtækja eða þetta hugtak hafi aðra merkingu hjá þeim en t.d Bónus-mönnum.  Ég vil nota tækifærið og þakka Bónus-mönnum þeirra framlög í gegnum árin og víst er að fyrir þeirra tilstilli hafa það margir betra í dag en áður.
mbl.is Bónus gefur 25 milljónir til hjálparstarfs innanlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Já,ég er mjög sammála þessu

Katrín Ósk Adamsdóttir, 3.12.2007 kl. 15:45

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mikið er ég sammála þér með þetta.  Reyndar gefa þeir líka rausnarlega til Mæðrastyrksnefndarinnar, mat fyrir fátækt fólk fyrir margar milljónir.  Maður fyrirgefur margt, þegar maður skynjar góðsemi þeirra til þeirra sem minna mega sín. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.12.2007 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband