BESTU TÓNLEIKAR SEM ÉG HEF FARIÐ Á!!!!!!

Fyrst stigu Ellen Kristjánsdóttir og fjölskylda á sviðið.  Ég verð að viðurkenna að einhverra hluta vegna hafði ég ekki stórar væntingar en það átti eftir að breytast, þau voru í einu orði sagt frábær þau tóku svo til eingöngu áður óflutt lög, en svo kom KK á sviðið og þau tóku lagið Angel (sem var eina lagið sem þau höfðu flutt áður og hver einasti maður í salnum þekkti) þá ætlaði þakið að rifna af Egils höllinni.  Mig minnir að KK hafi tekið 3 lög með þeim og hann endaði á blúslagi og þar fór hann alveg á kostum á munnhörpunni.  Ellen og Co voru VIRKILEGA GÓÐog ég held að mér sé óhætt að fullyrða það að hún olli engum vonbrigðum og ég held að hún hafi STÆKKAÐ aðdáendahóp sinn verulega.   Svo kom goðið sjálft á slaginu níu ásamt hljómsveit OG HVÍLÍKTeyrnakonfekt, þarna innanborðs voru sko engir aukvisar, því miður þekki ég ekki til þeirra en þarna var sko ekkert "bílskúrs-band" á ferðinni.  Prógrammið var mjög "blúsað" en þó slæddust með gamlir standardar eins Wonderful Tonight og Layla. Síðasta lagið sem hann og hljómsveit tóku var "Cocaine" og það var vægast sagt meiriháttar upplifun og síðan var uppklappslagið "Crossroads".  Eins og ég segi þá voru tónlekarnir STÓRKOSTLEGIR en eitthvað hefur farið úrskeiðis í framkvæmdinni, því það gekk ILLA í veitingasölunni.  Það voru um 12.000 manns á tónleikunum, þetta var ekki eitthvað sveitaball í Dalabúð og mátti reikna með að það þyrfti að hafa eitthvað fleiri en á venjulegu sveitaballi við að afgreiða veitingar.  Vonandi athug Grímur og félagar það fyrir næstu tónleika.
mbl.is Um 12.000 hlýða á Clapton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband