Hvaðan kemur RUMPSTEIK?

Ég var að skoða Hagkaupsbæklinginn áðan og þá rakst ég á eitthvað sem heitir "rumpsteik".  Ég er ekki alveg viss en þegar ég var í sveitinni í "gamla" daga var talað um að gefa manni spark í rumpinn en það þýddi að sparka í óæðri endann á manni. Er þá ekki Íslenska þýðingin yfir "rumpsteik" RASS-STEIK?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Þegar ég bjó í Englandi í nokkra mánuði og eldaði ofan í sjálfan mig, þá sá ég uppi á vegg í kjötverslunum veggspjöld (plaköt) með teiknaðri mynd af nauti sem sýndki hvar hver tegund af steik kom, svo sem "fillet", "tenderloin", "sirlion" o.s.frv., og svo "rumpsteak" sem voru vöðvarnir aftast á nautinu, þaðan sem halinn (ox-tail) kom frá.

Þannig hefur þú nú rétt fyrir þér, Jóhann minn, að "rumpsteak" þýðir í rauninni "rasssteik" ef hægt er að tala um rass á nautum.  Hinsvegar hef ég aldrei séð naut "sitja á rassinum".  Ég ætla að minna þig á að "ox-tail soup" er ákaflega vinsæl súpa og er kjötið úr halanum einstaklega meirt og beinin saman gefa gott bragð.  Þó reikna ég með því að halinn hafi verið vel þveginn, skolaðaur og síðan fleginn áður en hann var soðinn. 

Kær kveðja, Björn bóndi  J

Sigurbjörn Friðriksson, 14.8.2008 kl. 18:16

2 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Ertu ekki að meina spark í gumpinn? Rumpur...gumpur...

Brynja Hjaltadóttir, 14.8.2008 kl. 22:07

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Nei Brynja mín þetta er víst rétt munað hjá mér, svona var þetta í minni sveit.

Jóhann Elíasson, 14.8.2008 kl. 22:11

4 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Þá segir maður næst á "Argentina Steakhouse", get ég fengið lítið steiktan nautsrass og glas af rauðvíni? takk.

Kær kveðja, Björn bóndi  J

Sigurbjörn Friðriksson, 15.8.2008 kl. 16:31

5 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Persónulega finnst mér að það sé allt í lagi að kalla hlutina réttum nöfnum. En það er munur á rassasteik og rassgatasteik.
Rumpurinn er ágætur sem roast beef ef sinin í miðjum vöðvanum er tekin úr. Einu sinni reynum við nokkrir kokkar að fá kjötiðnaðarstöð nokkra til að selja okkur beljupíkur sem við ætluðum að prófa, en þeir harðneituðu að selja okkur vöruna. Ætluðum við að gufusjóða hana (í 2 tíma) og svo innbaka hana. Við reyndum og reyndum en sorrý!  

Gunnar Páll Gunnarsson, 16.8.2008 kl. 14:59

6 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Gunnar Páll Gunnarsson;  Ef þú notar rétt mál og orðaval okkar sveitavarganna þá heitir "beljupíka" (reykvíska) á alvöru sveitarmáli "kýrskeið".  Þá fengir Þú þær strax á kr. 4:00/kg.  ("......gufusjóða og innbaka"?? Eruð þið eitthvað kinkí þið kokkarnir?)

Varðandi orðið "nautsrassgatssteik" þar er ég alveg blankur.  (Ég veit að gleðigangan "Gay parade" þeirra perranna er nýbúin, en....common!)

Kær kveðja, Björn bóndi  J

Sigurbjörn Friðriksson, 16.8.2008 kl. 18:05

7 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Já jú! Víst erum við kokkarnir kinkí.  Hefur þú aldrei lesið "Kitchen confintental" eftir kokkinn Anthony Bouardin? hann lýsir bransanum eins og hann er og ekkert moj takk! Er sjálfur búinn að vera í bransanum í ca 25 ár og þekki þetta af eigin raun. Hef meira að segja blogað um það. (sjá greinina"að vera hermaður á blogginu mínu) Annars sé ég engan mun á því að borða matreidda píku eða þá kýrjúgur, eins og tíðkaðist til forna (þegar ég var lítill) súrsuð og allt. Hóstakirtil hef ég líka oft matreitt sem og maga. Þykir mörgum þetta hið meste lostæti þó að persónulega taki ég rumsteikina fram fyrir allt góðgætið fyrrnefnda.

Gunnar Páll Gunnarsson, 16.8.2008 kl. 18:52

8 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Ég hef heyrt um súrsaðar granir, eru sagðar hafa smakkast líkt og súrsaðir selshreyfar, nema lýsisbragðið vantaði.  Varðandi júgrin, þá hef ég ekki heyrt um þau súrsuð, en ég heyrði af húsmóður á bæ einum í Blönduhlíðinni í Skagafirði sem var með vinnuflokk í mat heima hjá sér.  Þetta var vinnuflokkur sem voru að leggja símalínur í sveitina.  Frúin kom með soðnar kartöflur, rófur og á stóru fati soðið júgur.  Þessi vinnuflokkur var fljótur að klára símalagninguna hjá þessum bæ og komu ekki aftur í mat þar.  Það var umtalað í mörg ár hve fljótir þessir menn voru til vinnu og að klára á þessum eina stað.  Hóstakirtla hef ég hvergi fengið og myndi vilja vita frá þér hvar ég gæti nálgast slíkt, ég veit að þetta þykir herramanns matur víða erlendis.  Einnig veit ég um félagsskap á vestfjörðum sem héldu refaveislu og sögðu að kjötið hefði verið gott.  Ég myndi ekki fúlsa við kínversk-/kóreöskum uppáhaldsmat sem er kjöt af St. Bernharðshundum sem er sagt algjört sælgæti og þeir eru sérræktaðir til þessa líkt og hérar og kanínur í Evrópu.

Sjálfur borða ég mikið af besta kjöti sem lambsskrokkurinn gefur frá sér, þ.e.a.s., hjörtun.  Ég sker þau í strimla með mörinni á þeim (hendi engu) marinera t.d., í Terriyaki sósu, léttsteiki og nota t.d., með hrísgrjónum  eða í Stroganoff o.s.frv.  (Þau kosta um kr.50/stk frosin). (Svo er verð lifrarinnar bara brandari) Svo segist fólk ekki eiga til hnífs né skeiðar og að endar nái ekki saman.  Ein kerlingin (atvinnukvartandi) með 3 börn og eiginmann, sagði í viðtali við Fréttablaðið: "....og við höfum ekki haft efni á að fá okkur pizzu í fjórar vikur.  Endar bara ná ekki saman!  Og kókin er orðin svo dýr að við þurfum að drekka mjólk með öllum mat eða bara vatn!  Ég veit ekki hvar þetta endar með þessa ríkisstjórn.  Og Bónusmenn græða bara og græða.  Ég er alveg hætt að versla þar!  Það eru bara ríkisbubbar sem eiga þá verslun!"

Kær kveðja, Björn bóndi  J

Sigurbjörn Friðriksson, 16.8.2008 kl. 19:26

9 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Hahahahahahaha. Sammála þér með hjörtun. Þau eru sælkeramatur ef að þau eru matreidd medium. Var annars búinn að gleyma því. Hjörtu eru ekki á hvers manns disk hér í DK.

Gunnar Páll Gunnarsson, 16.8.2008 kl. 20:49

10 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Ég sá einu sinni um matseld í nokkra daga hjá fóðurfyrirtæki sem ég rak á Suðurlandi, en þar unnu eingöngu bændasynir/dætur.  Ég fékk einn bóndasoninn til að gefa mér tvö ungnautahjörtu og ungnautalifrar úr ungnautum sem pabbi hans hafði sent í slátrun.  Hjörtu og lifrar voru eingöngu notaðar í hundafóður á þessum bæjum eins og á flestum bæjum hér á landi því miður (að því er mér er sagt).

Lifrarnar skar ég samdægurs í þykkar sneiðar (eins og góða þykka steik) og LÉTTsteikti í grænmetisolíu ekki samt við of mikinn hita, bar fram með soðnum kartöflum og steiktum lauk - ekkert annað.  Þær voru aðeins blóðugar í miðjunni.  Þetta var slíkur herramannsmatur, að það hvarf allt eins og dögg fyrir sólu.  Hjörtun (mjög stór, líklega 2-3kg hvort - er ekki viss þó)) skar ég í strimla, léttsteikti og henti útí sjóðandi heita Stoganoffsósuna.  Blessuð börnin ætluðu vart að trúa því að þetta væri hundafóðrið þeirra.  En það kláraðist allt.

Það er allt of miklu af góðum og ódýrum mat fleygt af því hann þykir ekki nógu "fínn".  Sú var tíðin að nýr og ferskur fiskur var fátækramannamatur og fátæklingarnir fengu sér pylsur á sunnudögum til að "hafa kjöt á borðum".  Eins og eiginmaðurinn sagði: "Ýsa aftur - ojbara."

Kær kveðja, Björn bóndiïJð<  

Sigurbjörn Friðriksson, 16.8.2008 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband