FULLKOMINN AKSTUR OG ALGJÖRLEGA "FUMLAUS" ÞJÓNUSTUHLÉ....

Annað en hjá aðalkeppinautnum, það var alveg "skelfilegt" að horfa uppá dekkjaklúðrið í seinna þjónustuhléinu hjá Hamilton, en ég er nú á því að það hafi ekki ráðið neinu um úrslitin Barichello keyrði einfaldlega betur en Hamilton og átti sigurinn vissulega skilinn.  Það verður að horfa til þess að Barichello var þriðji á ráslínu á braut þar sem er svo til ómögulegt að komast framúr nema í þjónustuhléum og það var einmitt það sem hann gerði í fyrra þjónustuhléinu fór hann framúr Kovalainen og í því seinna tók hann Hamilton.  Það vakti líka athygli að Kovalainen mátti þakka fyrir að halda fjórða sætinu því Rosberg sótti mjög á hann í restina og hefði keppnin verið tveimur til þremur hringjum lengri er óvíst hvernig hefði farið.  Kannski Rosberg hafi verið að sýna McLaren mönnum að hann ætti fullt erindi í þennan bíl eftir að sá kvittur komst upp að Rosberg kæmi í stað Kovalainen?  Ég horfði á kappaksturinn á BBC 1 og það er virkilega gaman að því þegar David Coulthard og Eddie Jordan eru að taka viðtöl við ökumenn og fyrrverandi ökumenn og svo eru mörg kommentin þeirra alveg óborganleg.
mbl.is Barrichello vinnur sinn fyrsta sigur með Brawn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband