Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Enn þrengir að "strandgæslunni".

Það kom fram, í grein á Morgunblaðinu, að sjóræningjar í Sómalíu teldu sig vera að stunda strandgæslu.  Er ekki einhvers staðar sagt að menn eigi ekki að taka lögin í eigin hendur?  Ríkir ekki stjórnleysi ef menn gera það?  En ef stjórnvöld í einhverju landi ráða ekki við að framfylgja lögum og reglu, hver á þá að koma til skjalanna?
mbl.is Mega elta sjóræningja á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er eiginlega í gangi??????

Það eru að verða þrír mánuðir frá hruni bankanna og ennþá eru fyrrum bankastjórar þeirra þar viðloðandi. Hvað er eiginlega um að vera?  Eiga þessir menn bara að spranga um og "fægja geislabauginn", hafa þeir ekkert gert sem orkar tvímælis í fyrra starfi sínu?  Hvernig í ósköpunum má það vera að menn sem eru orsakavaldar að svona mörgu geta gengið m óáreittir?
mbl.is Fyrrum bankastjórar koma ekki að rekstri Nýja Landsbankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óbreytt ástand þar til "Bakkafjöruklúðrið" á að komast í gagnið og jafnvel lengur?

Á núverandi Herjólfur virkilega að duga, sem samgöngur við Vestmannaeyjar, þar til "Bakkafjöruklúðrið" kemst í gagnið og jafnvel lengur?  Því nú skilst mér að búið sé að fresta smíði nýs skips þannig að það er víst ráðgert að núverandi Herjólfur verði í siglingum milli Bakkafjöru og Eyja til að byrja með.  Núverandi Herjólfur kom til landsins í júní 1992 og hefur þjónað Vestmannaeyingum frá þeim tíma ef frá eru taldar ferðir skipsins í slipp og hafa frátafir vegna bilana verið fáar en nú upp á síðkastið hefur þeim fjölgað all verulega og er það eiginlega staðfesting á því að kominn sé "tími" á skipið.  Samkvæmt þeim "kröfum" sem gerðar eru til þess skips sem á að sigla milli Bakkafjöru og Eyja hentar núverandi Herjólfur engan veginn, þar er sagt að djúprista eigi að vera 3,1 metir en djúprista Herjólfs er 10,7 metrar samkvæmt "kröfum" á skipið ekki að vera lengra en 60 metrar en Herjólfur er 70,7 metrar.  Ég er ansi smeykur um að núverandi Herjólfur verði ekkert sérstaklega "lipur" í Bakkafjöruhöfninni ef hann á annað borð kemst þar inn því fyrir utan fyrirhugaða höfn í Bakkafjöru er sandrif og meðaldýpið niður á það er 10 metrar.
mbl.is Vél Herjólfs bilaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki ríkisstjórnin með neitt jarðsamband???????

Samkvæmt endurskoðuðum fjárlögum á að DRAGA saman í fjárveitingum til heilbrigðismála á meðan raunin er sú að sjúkrahúsin geta ekki greitt fyrir lyf  og aðra nauðsynlega rekstrarvöru.  Þetta þýðir bara að ekki verður hægt að veita nauðsynlega þjónustu á sjúkrahúsunum.  Ef á að spara ætti að skera niður annars staðar en í NAUÐSYNLEGRI þjónustu samfélagsins eins og heilbrigðisþjónustu, félagsþjónustu og menntakerfi.  Frekar þarf heilbrigðisþjónustan á AUKNINGU að halda fremur en NIÐURSKURÐI.
mbl.is Heilbrigðisstofnanir í vanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsgrín

Sonurinn:  „Er það satt pabbi, að í sumum ríkjum Afríku kynnist
eiginmaðurinn ekki eiginkonunni, fyrr en hann giftist henni"?
Faðirinn: „ Það gerist í öllum löndum, sonur sæll".

 


Nafnanefnd, er þetta eitthvað svipað fyrirbrygði og mannanafnanefnd?

Ekki er öll vitleysan eins og hvað skyldi hafa þurft marga fundi og yfirlegur til þess að komast að þessari frumlegu niðurstöðu?
mbl.is Nöfn samþykkt á nýjar götur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú liggur leiðin bara niður á við hjá krónunni......

....eftir að hún var sett á "flot" hún hefur ekki verið nógu og lengi í öndunarvél en nú er hún eingöngu á "gjörgæslu" henni er bara ekki viðbjargandi.  Það má reikna með því að ekki sé langt í það að "flotkrónan" sökkvi og hvað verður tekið til bragðs þá?  Meira að segja afturhaldsseggirnir hjá LÍÚ eru farnir að tala um annan gjaldmiðil, ja svo bregðast krosstré sem önnur tré.


mbl.is Krónan veiktist um 1,2%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætli sjávarútvegsráðherranefnan sé farinn að íhuga hvað megi veiða mikið við Íslandsstrendur????

Bara svo verði hægt að anna eftirspurn eftir hrefnukjöti á innanlandsmarkaði þyrfti að veiða 150-200 dýr, en samkvæmt lauslegri talningu eru um 4500 hrefnur við landið og þeim fjölgar stöðugt.
mbl.is Norðmenn mega veiða 885 hrefnur á næsta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sælan var stutt!!!!!!

Fyrstu tvo dagana, eftir að krónan var sett á flot, hækkaði gengið, því krónan var ennþá á gjörgæslu og meira að segja í "öndunarvél" .  Aðstandendur krónunnar, ríkisstjórnin og Seðlabankinn, voru yfir sig ánægðir og töldu óhætt að "slaka" aðeins á neyðaraðstoðinni, sem skilar sér strax í gengislækkun og þar af leiðandi hækka skuldir heimilanna og staða fyrirtækjanna versnar.  Hversu dýr verður þessi handónýti gjaldmiðill okkar orðinn, þegar ráðamenn loksins viðurkenna að þetta gengur ekki.
mbl.is Krónan veikist um 0,3 prósent
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gat ekki annað verið.

Það gengur ekki til lengdar að spila sig "umkomulausan, afskiptan sakleysingja", kannski er hann búnn að gera sér grein fyrir því að hann er ekki að leika sér í "réttum" drullupolli með réttum "fiskum"?.  En frammistaða Lúðvíks Bergvinssona í "Kastljósinu" í gærkvöldi hlýtur að valda Samfylkingarmönnum miklum vonbrigðum og vera þeim sömu áhyggjuefni.  Lúðvík gerði sig hvað eftir annað sekan um að grípa fram í fyrir bæði Atla Gíslasyni og "stjórnanda þáttarins",Helga Seljan.  Lúðvík var í því allan tímann að reyna að verja gjörðir ráðherra Samfylkingarinnar, en tókst vægast sagt illa upp og Helgi Seljan "drullaði algjörlega upp á bak" og eiginlega er hægt að segja að enginn þáttastjórnandi hafi verrið í þessum þætti, svo léleg var framganga hans eini ljósi punkturinn í þessum þætti var Atli Gíslason, sem virtist halda ró sinni þrátt fyrir hamaganginn í Lúðvík Bergvinssyni.
mbl.is Björgvin vissi af rannsókn KPMG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband