Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Föstudagsgrín

-Tveir veiðimenn eru á veiðum í skógi þegar annar fellur niður og virðist hætta að anda.  Félagi hans grípur farsímann og hringir í neyðarlínuna : "Félagi minn er dauður. Hvað á ég að gera?" æpir hann í símann.  Viðmælandinn biður hann að róa sig niður, "Gakktu fyrst úr skugga um að hann sé örugglega látinn.",   Þá kemur þögn og svo skothvellur...  "Og síðan hvað?"  segir maðurinn svo í símann.

LEINDÓ!!!!!

Hver var að tala um að hafa allt uppi á borðinu og hafa ALLT uppi á borðinu, en svo er það fyrsta sem er gert er að "pukrast" svona með FYRSTAmálið sem þessi ríkisstjórn leggur fram?  En fyrst þeir sem eru við stjórnvölinn vilja stjórna eins og einræðisherra af hverju ganga þau ekki bara alla leið og senda þingmenn/konur bara heim, svo þau séu ekki að þvælast fyrir og kannski með skoðanir og vilja, sem passar þeirra stjórn engan vegin?  Mikið óskaplega er ég feginn að ég treysti ekki þessu landráðaliði fyrir atkvæði mínu og þarf ekki að hafa það á samviskuunni að hafa veitt svona vinnubrögðum brautargengi.
mbl.is Sigmundur Davíð: Kom mjög á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fréttaflutningurinn er með ólíkindum og hræðsluáróður LÍÚ-klíkunnar ber árangur...

LÍÚ-klíkan virðist ekki þurfa að sýna einn einasta staf, til að styðja málflutning sinn, þess efnis að sjávarútvegurinn hrynji ef verður farin fyrningarleiðin.  Þetta "bull" þeirra er "gleypt" alveg hrátt og án þess að sveitarstjórnarmenn "drekki" nokkuð til að auðvelda þeim að kyngja þvælunni og svo koma fjölmiðlarnir og matreiða þvæluna beint ofan í landsmenn.  Málið er það að útgerðin hefur farið Enron-leiðina með aflaheimildirnar, þær eru færðar sem EIGN í bókhaldinu skráð á YFIRVERÐI, síðan er þessi "EIGN" (í fyrstu grein fiskveiðistjórnunarlagannarlaganna er kveðið á um það að fiskurinn í sjónum sé SAMEIGN þjóðarinnar) VEÐSETT fyrir SKULDUM útgerðarinnar.  Þetta er ólöglegt og  gengur í berhögg við stjórnarskrána og fiskveiðistjórnunarlögin og jafnvel fleiri lög, en þar sem ég er ekki löglærður treysti ég mér ekki til að segja hver þau eru.  Ekki er það fyrningaleiðin sem slík sem veldur því að útgerðirnar verða gjaldrota heldur sá ÓLÖGLEGI gjörningur þeirra að VEÐSETJA óveiddan fisk í sjónum.  Hvernig stendur á því að útgerðin "þoldi" 30% aflasamdrátt á einu ári en svo fer allt á hliðina við 5% innköllun veiðiheimilda?
mbl.is Fyrningarleið ógnar atvinnulífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En hvernig!!!!!

Ekki vantaði fagurgalann í þessum 17 blaðsíðum af engu, sem þessi svokallaði stjórnarsáttmáli er, en þar eru engin úrræði.  En það var svo sem ekki við því að búast að þessi sundurlausi og úrræðalausi hópur gæti komið sér saman um eitt né neitt.
mbl.is Mikil þrautaganga framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef eitthvað skortir í þennan stjórnarsáttmála var það trúverðugleiki.....

Þegar maður sér þennan "stjórnarsáttmála" þá er maður ekki svo mjög hissa á þessum langa tíma sem stjórnarmyndunarviðræður tóku en þessir kálfar (Jóhanna Sig., Steingrímur Joð og fylgifiskar þeirra) hafa skrifað niður einhver háleit draumamarkmið, en engar leiðir að þessum markmiðum sínum og því miður verð ég að segja að ég varð fyrir miklum vonbrigðum þegar ég sá þessa hörmung, sem þeim hefur einhvern veginn tekist að TEYGJA á 17 BLAÐSÍÐUR en þau virðast hafa gleymt því að MAGN er EKKI sama sem GÆÐI.  Þessi stjórnarsáttmáli er ekki virði blaðanna sem hann er skrifaður á.  Við Íslendingar sjáum EKKI fram á bjarta tíma með þetta lið við stjórnvölinn næstu 100 daga, ég get ekki betur séð en að þessi ríkisstjórn ÆTLI SÉR BARA AÐ SITJA Í 100 DAGA þó kjörtímabilið sé fjögur ár það er það eina jákvæða sem ég sé við þetta stjórnarsamstarf.
mbl.is Trúverðugt plagg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver voru KOSNINGALOFORÐIN ???????

Nú virðast þau vera gleymd í það minnsta virðast þau ekkert flækjast fyrir þessum tveim flokkum næstu 100 dagana.  Skyldu 100 dagar vera áætlaður líftími nýrrar ríkisstjórnar,  hvernig skyldi standa á því að aðeins er gerð aðgerðaráætlun til 100 daga þegar kjörtímabilið er fjögur ár?  Það vantaði ekki hástemmdar yfirlýsingar í kosningabaráttunni.  Samfylkingin er búin að sýna það að þar á bæ er ekki erfitt að ÉTA hlutina ofan í sig fyrir það að öðlast VÖLD og Vinstri Grænir virðast ekkert ætla að gefa þeim neitt eftir.  Er það svona sem "félagshyggjuflokkar" og "flokkar fólksins" vinna?  Það vekur athygli að þessir tveir svikulu flokkar hafa ekki neinar áætlanir um endurreisn Íslensks efnahags frekar en annars.  Svo var ráðherrum FJÖLGAÐ þvert ofan í fyrri ummæli.  Eigum við kannski von á fleiri "málamiðlunum"?
mbl.is Ný ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann ætlar sér örugglega að verða næsti heimsmeistari en......

Verði hann það, er það bara til bráðabirgða því Sebastian Vettel er byrjaður að láta vita af því að hann sé á staðnum og ég er á því að mjög fátt stöðvi drenginn þegar hann verður kominn af stað.
mbl.is Button á ráspól á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rugl og ráðaleysi lætur frá sér heyra!!!!!!!!!!!!!!

Veit hann ekki að flest "úrræðin", sem hann talar um, eru tilmæli stjórnvalda til lánadrottna og það er einfaldlega EKKI farið eftir þeim.  Frysting lána kemur ekki til greina hjá fólki nema lánin séu í SKILUM þegar sótt er um frystinguna, hækkaðar vaxtabætur hjá fólki koma til útborgunar 1 ágúst 2009 og samkvæmt dagatalinu er nokkuð langt þangað til, ..... Svona mætti lengi telja.  Af þessari upptalningu má sjá að aðgerðirnar til bjargar heimilunum eru afskaplega litlar og gagnast MJÖG FÁUM.  Er ekki tími til kominn, að svona kálfar eins og Hrannar B Arnarson komi útúr GLERBÚRUNUM sínum og sjái hvað RAUNVERULEGA er að gerast í landinu?
mbl.is Aðgerðirnar eru taldar duga flestum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hræðsuáróður LÍÚ ber árangur.....

Og það án þess að þurfa að sýna nokkurn skapaðan hlut máli sínu til stuðnings.  Það eina sem er gert er að sá fræjum efasemdar og "vökva" vel og "bera á" því það er í eðli allra að vera smeykir við breytingar.
mbl.is Bæjarráð Hornafjarðar varar við fyrningarleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Efnahagshrunið á Íslandi í hnotskurn

 

Hilda er bareigandi í Berlín. Til þess að auka veltuna þá ákveður hún að leyfa dyggum viðskiptavinum-sem flestir eru atvinnulausir alkar-að drekka út á krít.

Hún skráir allt sem drukkið er í þykkan kladda. Þegar þetta þægilega fyrirkomulag spyrst út þá flykkjast nýir viðskiptavinir á barinn. Frelsi fólks til þess að njóta augnabliksins og borga seinna gefur Hildu valið tækifæri til þess að hækka verðið á vinsælustu veigunum, bjór og víni

Salan eykst gífurlega. Ungur og efnilegur lánafulltrúi í hverfisbankanum gerir sér grein fyrir að þessar skuldir viðskiptavinanna eru framtíðarverðmæti. Hann hækkar því yfirdráttarheimild Hildu í bankanum. Lánafulltrúinn telur þetta vandræðalaust vegna þess að skuldir alkanna eru haldgóð veð.

Í höfuðstöðvum bankans breyta sérfræðingar í æðri peningalist þessum viðskiptaskuldum í Drykkjuskuldabréf, Alkabréfavafninga og Gubbuafleiður. Þessi verðbréf-sem virt áhættumatsfyrirtæki hafa (gegn þóknun) stimplað AAA gæðastimpli-ganga síðan kaupum og sölum út um allan heim. Raunverulega skilur enginn hvað nöfn bréfanna þýða eða hvernig þau eru tryggð. Samt sem áður halda þau áfram að hækka. Þau eru metsöluvara.

Einn góðan veðurdag, þrátt fyrir að bréfin séu enn á uppleið, þá ákveður áhættusérfræðingur bankans að nú sé tímabært að drykkjuhrútarnir á bar Hildu borgi eitthvað upp í skuldirnar. Þeir geta það hins vegar ekki. Hilda getur því ekki staðið í skilum við sína skuldunauta og lýsir yfir gjaldþroti. Drykkju- og Alkabréf falla um 95%. Gubbubréfin gera betur og ná stöðugleika eftir 80% fall. Nýr veruleiki blasir við hjá fyrirtækjum sem seldu barnum á lánakjörum og hafa jafnvel líka fjárfest í fyrrnefndum bréfum. Heildsalan sem seldi Hildu vín er gjaldþrota og fyrirtækið sem seldi bjórinn er yfirtekið af keppinauti.

Eftir dramatísk fundahöld og andvökustundir sem standa samfleytt í marga sólarhringa þá ákveða stjórnvöld að bjarga bankanum.

Nýr skattur er lagður á. Bindindismenn eru látnir borga brúsann.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband