Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010

ÆTLAR VERKALÝÐSFORYSTAN AÐ LÁTA SA KOMAST UPP MEÐ SVONA RANGFÆRSLUR??????

Í tölfræðinni sagði kennarinn okkur að til væri þrenns konar lygi það væru; LYGI, HAUGALYGI OG TÖLFRÆÐIsíðan sýndi hann okkur dæmi um hverja þessara lyga fyrir sig.  Í þessu tilfelli hafa SA menn farið útfyrir þann ramma að notast við gögn í tölfræðinni þannig að hún sé "trúverðug" til lyga.  Það eru ekki flóknir útreikningar því samfara að reikna út hver lágmarkslaunin ættu að vera til þess að laun hefðu haldið í við verðlag, en svo má alltaf deila um hvort vísitala neysluverðs gefi rétta mynd af því sem hefur verið að gerast en þeirri umræðu verður sleppt í þessu dæmi.  Við upphaf samningstímans, í febrúar 2008, var neysluverðsvísitalan 251,0 stig en nú í júní 2010 er hún 346,3 stig, til að laun hefðu haldið í við verðlag þyrftu þau að vera: launin eins og þau voru í febrúar 2008 x (NV í júní 2010/NV febrúar 2008) = 125.000 x (346,3/251)=172.460.  Lágmarkslaunin í dag eru 165.000 þannig að kaupmáttur hefur rýrnað um 4,33% og er þá eftir að taka tillit til þeirra skattabreytinga sem hafa orðið á tímabilinu.
mbl.is Segja kaupmátt lágmarkslauna hafa hækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÓVÆNTUR LIÐSSTYRKUR OG GÓÐUR!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Írar gera okkur, andstæðingum ESB, stórgreiða vonandi gera þeir sér ekki grein fyrir því annars væru þeir vísir til að snúast á sveif með umsókn Íslands .


mbl.is Írar beita sér innan ESB gegn makrílveiðum Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á ORKUVEITAN EITTHVAÐ INNI OG HJÁ HVERJUM????????

Ekki man ég til þess að nokkuð hafi verið skirrst við að hækka hitaveituverð til almennra notenda og margar ástæður til hækkunar gefnar upp, svo sem launahækkanir í landinu, almennar kostnaðarverðshækkanir, uppbygging nýrra hverfa en fáránlegasta ástæðan til hækkunar var miklir sumarhitar á svæðinu og þar af leiðandi lítil hitavatnsnotkun.  Kannski Orkuveitan hefði átt að byggja aðeins minna og vera með minni íburð og bruðla aðeins minna í rekstrinum?????????????  Hvað á þá Orkuveitan INNI og hver er skuldunauturinn????????
mbl.is Gjaldskrárhækkanir óhjákvæmilegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsgrín

 
  •  „ Nú er konan þín eineggja tvíburi og þær systur eru alveg ótrúlega líkar, veldur það aldrei neinum erfiðleikum að þekkja þær í sundur"????
  •  „ Nei aldrei nokkurn tíma, konan mín er sú sem fær alltaf höfuðverk eftir að við höfum haft samfarir"......

SEINNA "HRUNIÐ" HÓFST FYRR EN ÉG ÁTTI VON Á..................

Allt stefndi jú í þá áttina að einhvers konar fjármálahruni með haustinu fyrst og fremst var það vegna aðgerða/aðgerðaleysis "ríkisstjórnar fólksins" við yfirtöku gömlu bankanna, það var einungis sett í þá fjármagn svo þeir gætu fjármagnað sig til skamms tíma og ekkert hugsað til lengri tíma.  Síðan kom þessi dómur Hæstaréttar en stjórnvöld þóttust vera búin að undirbúa sig fyrir þann dóm, hver sem niðurstaðan yrði.  Ekki virðist nú undirbúningurinn hafa verið betri en það að ENGAR AÐGERÐIR HAFA VERIÐ KYNNTAR AF HÁLFU "RÍKISSTJÓRNAR FÓLKSINS". Síðan er almenningur að upplifa það að fjármálafyrirtækin eru að forða sér undan ábyrgð á ólöglegum lánveitingum sínum með því að lýsa sig gjaldþrota og á meðan standa stjórnvöld aðgerðarlaus og horfa á OG ANNAÐ BANKAHRUN HEFST án þess að nokkuð sé aðhafst og svo var talað um aðgerðarleysi ríkisstjórnar Geirs H Haarde.
mbl.is Hafa áhyggjur af stöðu lántakenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FYRIR HVAÐA FISK ÖSSUR??????????????????

Fari allt eins og Össur og Landráðafylkingin eru búin að vera að undirbúa frá því að "ríkisstjórn fólksins" tók hér við stjórnartaumunum, að koma landinu inn í ESB verður ekki eftir neinn fiskur til þess að selja til Kína en það getur svo sem vel verið að einhverjir Kínverjar vilji ferðast hingað.  En það er nokkuð sem Utanríkisráðherrann virðist ekki gera sér grein fyrir en það er að ALLIR MILLIRÍKJASAMNINGAR SEM ÍSLAND HEFUR GERT VIÐ RÍKI SEM EKKI ERU Í ESB FALLA NIÐUR OG SAMNINGAR SEM ESB HEFUR GERT TAKA ÞÁ GILDI EF LANDIÐ GENGUR Í ESB.  Og svo er annað að hagkerfið í Kína er það hagkerfi sem er í mestum vexti og af heimsálfunum er mestur hagvöxtur í Asíu en á móti kemur að það er samdráttur í hagkerfum Evrópu.  Kínverjar og Indverjar voru tilbúnir að gera milliríkjasamninga við Ísland vegna þess að landið var ekki hluti af stórri viðskiptablokk og þeir telja þar af leiðandi að þeim standi ekki ógn af okkur en það er hætt við að breyting verði á afstöðu þeirra til okkar ef við verðum hluti af ESB........
mbl.is Kína markaður fyrir fisk og ferðaþjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"REYKÁS" HEILKENNIÐ ENN OG AFTUR!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Hún slær bara í og úr það þarf ekkert að reyna að breiða yfir það að það er AGS sem stjórnar hér efnahagsmálunum "ríkisstjórn fólksins" er ekkert annað en "leppstjórn" eins og hún yrði áfram ef Landráðafylkingunni tekst með klækjum að koma landinu inn í ESB.
mbl.is Útilokar ekki skattahækkanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞETTA ER SAMKVÆMT "MIÐSPÁNNI" - EN HÚN GERIR EKKI RÁÐ FYRIR LANDFLÓTTA..................

Hin svokallaða "lágspá" virðist í þessu tilfelli vera einna raunhæfust af þessum spám Hagstofunnar..
mbl.is Íslendingar 436.500 árið 2060
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Keppnin milli Red Bull ökumannanna orðin fullhörð.............

Ég get ósköp vel skilið afstöðu Webbers í þessu máli og mjög sennilegt að reiði hans hafi gefið honum "extrakikk" í ræsingunni á Silverstone í gær.  Vel má vera að Christian Horner hafi tekið þarna ranga ákvörðun en það er alltaf hægt að vera vitur eftir á.  En eitt hefur verið lítið rætt um í sambandi við þetta en það er að Webber var nokkuð "aðgangsharður" í stöðubaráttunni um 1 sætið í upphafi og má segja að heilladísirnar gengu í lið með honum en fyrst og fremst getur hann þakkað Hamilton fyrir að hafa keyrt Vettel út, en það verður ekki tekið af Webber að hann keyrði alveg listavel það sem eftir lifði af keppninni en kannski var hann fullákafur í byrjun.
mbl.is Sýður enn á Webber vegna vængmálsins óvenjulega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AÐ SJÁLFSÖGÐU BER HÚN AF SÉR ALLAR SAKIR...............................

Reyndi hún ekki líka að réttlæta það að Björgúlfur Thor átti að fá skattaafslátt????  Ekki er nú hægt að segja að trúverðugleikinn sé mikið að "þvælast" fyrir henni...............


mbl.is Veitti Magma ekki ráðgjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband