Bloggfærslur mánaðarins, september 2016

EKKI Í FYRSTA SKIPTI SEM HAMILTON KLÚÐRAR RÆSINGUNNI

 

En að detta niður í fimmta sæti eftir fyrstu beygju er nokkuð mikið. Verði hann ekki heimsmeistari  þetta árið er klárlega hægt að kenna startinu um.  Monza er mjög hröð braut (reyndar hraðasta brautin í keppnisröðinni) og því skiptir röðin á ráslínunni mjög miklu.  Það er nokkuð ljóst eftir þessa helgi að Danill Kyat kemur til með að missa sæti sitt hjá Toro Rosso, kannski var kappaksturinn í Rússlandi (Sotsji) vendipunkturinn fyrir hann þegar hann missti sæti sitt hjá Red Bull og var færður til Toro Rosso, þar sem hann náði aldrei að festa sig í sessi og náði ekki takti við liðið.  Jenson Button, verður ekki ökumaður fyrir McLaren á næsta ári en Ron Dennis vill halda honum innan liðsins með möguleika á að hann keppi fyrir liðið árið 2018.  Það finnst öllum þetta svolítið skrítin taktík, annað hvort hætta menn eð ekki, fyrir mína parta held ég að þetta sé síðasta keppnistímabil Button í Formúlu 1.  Þá tilkynnti Massa það nú um helgina að þetta yrði hans síðasta tímabil í Formúlunni og vissulega fer þar mikill og góður liðsmaður og hans verður saknað úr Formúlunni.  Nokkuð miklar hreyfingar eru á ökumannamarkaðnum núna (silly season) en það á allt eftir að skýrast efti Singapoor kappaksturinn en þá tilkinna flest liðin ökumenn næsta árs.


mbl.is Rosberg vann í Monza
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KANNSKI ER EINHVER VON TIL AÐ LIVERPOOL LOSNI VIÐ HANN Á ÞESS AÐ ÞURFA AÐ BORGA MEÐ HONUM

En ef hann hefur ekki vit á að standa ekki í einhverjum deilum á "Tvitter" eða öðrum samfélagsmiðlum, minnkar þessi möguleiki með hverju einasta "tísti" frá honum.  Því fyrir utan það að fótboltahæfileikarnir eru ekki of miklir eru komment hans ekki þau allra bestu og skapa honum ekki auknar vinsældir, sem ekki voru miklar fyrir....


mbl.is Balotelli svarar Carragher
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BORGARSTJÓRI HEFUR VERIÐ HARÐASTI "SKOTGRAFAHERMAÐURINN" Í ÞESSU MÁLI..

Ætlar hann kannski að opinbera betur hvers konar vinnubrögðum hann ætlar að beita í framtíðinni í viðleitni sinni til að fá flugvöllinn úr Vatnsmýrinni?


mbl.is Flugvallarmálið upp úr skotgröfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsgrín

Íslenskur karlmaður giftist rússneskri konu. Þau bjuggu í Reykjavík, sambúð þeirra var góð, en á fyrstu dögunum lenti konan í nokkrum tungumálaerfiðleikum.

Dag einn fór hún út í búð til að kaupa kjúklingavængi. Hún reyndi að gera sig skiljanlega með því að gagga eins og kjúklingur og hreyfa hendurnar eins og vængi. Það tókst og afgreiðslumaðurinn lét hana fá kjúklingavængi.

Nokkrum dögum síðar fór konan aftur út í búð, nú til þess að kaupa kjúklingabringur. Hún reyndi að gera sig skiljanlega með því að gagga eins og kjúklingur. Svo hneppti hún peysunni frá sér og sýndi afgreiðslumanninum bringuna á sér. Það tókst og afgreiðslumaðurinn lét hana fá kjúklingabringur.

Í næsta sinn sem konan fór í búðina ætlaði hún að kaupa pylsur. Henni datt enginn látbragðsleikur í hug, þannig að hún tók manninn sinn með sér.

Og hvað heldurðu að hafi gerst næst?

Maðurinn hennar talaði íslensku!


KANNSKI ER ÞARNA KOMINN "DROPINN SEM FYLLIR MÆLINN"???

Kannski eru Dagur B og félagar í meirihluta Reykjavíkur búnir að átta sig á því að þeir hafi farið yfir "strikið" í aðför sinni að Reykjavíkurflugvelli - eða kannski er þetta lið svo forhert og ekki í neinu sambandi við samfélagið að það bara haldi sínu striki og taki ekki tillit til þess sem nokkur segir, ef hann er ekki á sama máli og þau?


mbl.is Riftun samnings yrði umskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband