Bloggfærslur mánaðarins, október 2019

"PENINGAHUNDURINN" GERIR ÖRUGGLEGA ÚTSLAGIÐ....... :)

Hún verður bara að segja eins og er, þau tóku bara ekki alvarlega þennan lista, sem þeim var sendur yfir það sem þurfti að laga.  Ætli þau hafi ekki haldið að það væri nóg að hafa þennan  hund í Leifsstöð og málið bara dautt...


mbl.is Vonast til að komast af gráa listanum í febrúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ER ÞETTA EKKI BARA FULLKOMLEGA VERÐSKULDAÐ???????

Iðnaðarráðherra kom fram hálfkjökrandi, fram í sjónvarpi í gærkvöldi og sagði að við ættum ekki "SKILIÐ" að vera á svona lista.  Heldur hún virkilega að við séum sett á svona lista upp á grín?  Stjórnvöld hérna hafa haft nægan tíma til að bregðast við þeim atriðum sem voru gerðar athugasemdir við en hafa ekki gefið sér tíma til þess vegna þess að þau voru svo upptekin við að taka upp lög og reglugerðir frá ESB.  Það vantar, svo dæmi sé tekið, að upplýsa hvað fer fram í öllum þessum "gagnaverum" sem hafa sprottið upp hér á landi, eins og gorkúlur undanfarin ár.  Það er ekki skrítið að það komi upp spurningar hjá eftirlitsaðilum við svona lagað......


mbl.is Ísland komið á gráa listann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsgrín

Hjónin sátu og ræddu um lífið og dauðann. Þar kom að í samtalinu að eiginmaðurinn sagði að hann vildi ekki að sér væri haldið lifandi með tækjum og fljótandi næringu.

Eiginkonan brást skjótt við, slökkti á sjónvarpinu og hellti niður bjórnum hans...................


ÞAÐ ER VÍST EKKI HENNAR AÐ ÁKVEÐA Á HVAÐA LISTUM LANDIÐ ER........

Heldur á hún að sjá til þess að við lendum ekki á neinum vafasömum listum.  Og það gerir hún með því að regluverkið, sem unnið er eftir sé gott og eftirlitið líka.  Í því hefur hún alls ekki staðið sig sem skyldi og þar af leiðandi er þessi staða uppi, svo einfalt er það.........


mbl.is „Eigum ekkert heima á þessum gráa lista“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"ENDURMETA", HVAÐA UTANRÍKISSTEFNU?????

Það er ekki ein báran stök í vitleysunni sem þessi maður getur látið frá sér og þar að auki er þessi maður prófessor við Háskóla Íslands, sem ætti að auka trúverðugleika hans en því miður virðist hann misnota stöðu sína allhressilega.  Það er ekki hægt að sjá að Ísland reki sjálfstæða utanríkisstefnu og virðist ekki hafa gert í mörg ár.  Síðustu ár hefur landið bara verið "taglhnýtingur" ESB og fylgt utanríkisstefnu ESB í einu og öllu. Að sjálfsögðu á Ísland að eiga góð samskipti við ÖLL ríki og gera viðskiptasamninga við sem flest þeirra (án þess að fórna sjálfstæði okkar eins og eitt ríkjasamband fer fram á að sé gert) og ekki væri svo galið að við Íslendingar færum að reka okkar eigin utanríkisstefnu og látum ekki Brüssel um hana...........


mbl.is Alþjóðavæðingin á krossgötum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"HRYLLILEGT HVAÐ MAÐURINN GETUR BULLAÐ"!!!!!!!!!

Skyldi manngarmurinn ekki hafa verki með þessari vitleysu, sem vellur í sífellu frá honum?????  Ef svo er ekki er líklega ekkert til svo hægt sé að hjálpa mannræflinum, en þeir sem kjósa hann sem formann sinn og fylgja honum eftir í algjörri blindni í öllu ruglinu, eru í mun verri málum og ættu þeir að fara í ærlega "naflaskoðun".........


mbl.is „Hryllilegt ef Trump stefnir nú Kúrdum í voða“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

LOKSINS ER BÚIÐ AÐ TAKA AF ALLAN VAFA - BRETAR FARA ÚT.........

ESB ætlaði ekkert semja við Breta, vegna þess að ef Bretar hefðu "sloppið út" hefði það "neikvæð" áhrif á ESB og jafnvel yrði það til þess að stuðla að HRUNI sambandsins því þá myndu fleiri ríki vilja yfirgefa sambandið.  En eitthvað virðist hafa gerst því það bárust fyrir helgi fréttir af því að Bretar og ESB séu jafnvel við það að ná samningi og svo koma þessar fréttir núna.   Það er greinilega ýmislegt í gangi á bak við tjöldin, sem ekki er sagt frá.......


mbl.is Forgangsmál að yfirgefa ESB 31. október
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞAÐ VÆRI VISSULEGA "SKÍTT" EN HVERNIG FÓRU BRETAR AÐ FYRIR INNGÖNGUNA Í ESB (ÞÁ EBE)????

Nú er sko heldur betur kominn köttur í ból bjarnar þegar helsta heimild mbl.is, er BBC, sem hefur verið helsti styrkþegi ESB í gegnum árin.  Hvers konar fréttaflutningur heldur fólk að sé á þeim bæ af BREXIT???????


mbl.is Óttast Brexit-klósettpappírskort
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BBC GREINIR FRÁ :) - SUMAR HEIMILDIR ERU TRÚVERÐUGRI EN AÐRAR........

Reikna menn virkilega með því að fjölmiðlafyrirtæki, sem fékk 258 milljónir evra á fimm ára tímabili í STYRKI frá ESB, færi að vera með "neikvæðan fréttaflutning" fyrir ESB........


mbl.is Líkur á verulegri skuldaaukningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"YOU CAN CHECK OUT ANY TIME YOU LIKE - BUT YOU CAN NEVER LEAVE"......

Þannig hljómar brot úr texta lagsins Hotel California með The Eagles.  Þetta á nákvæmlega við ESB og ber vinnubrögðunum og skorti á lýðræði gott vitni.  Tekin hafa verið saman úrdráttur úr nokkrum bókum. þar sem sýnt er fram á tengsl ESB við nasista og hvernig sambandið er enn þann dag í dag rekið í anda þerra.   Má sjá þessa samantekt HÉR.


mbl.is Macron gefur Boris frest út vikuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband