FULLKOMLEGA EÐLILEG ÚRSLIT

Strákarnir okkar hefðu fyrst og fremst þurft að vera með og taka þátt í leiknum Í BÁÐUM HÁLFLEIKJUNUM ef þeir ætla sér að vinna leik.  Fyrir utan mjög daprar fyrst 10 mínúturnar í fyrri hálfleik, var hálfleikurinn alveg þokkalegur.  Ólafur Guðmundsson var svolítið "villtur" í vörninni en að öðru leiti var allt í lagi og þetta leit ekkert svo illa út eftir þetta og ég verð að viðurkenna að ég var bara þokkalega bjartsýnn á framhaldið.  En svo byrjaði seinni hálfleikur og Íslenska liðið var bara ekki svipur hjá sjón.  Úkraínumenn löbbuðu í gegnum vörnina eins og þeim sýndist, sóknarleikurinn var eins og hjá byrjendum stundum fannst mér eins og ég væri að horfa á leik hjá sjötta flokki.  Og að klikka á þremur vítum í landsleik á bara ekki að geta komið fyrir.  Þetta voru bara sanngjörn úrslit, þó svo að umgjörðin hjá Úkraínumönnum hafi verið fyrir neðan allar hellur og engan vegin boðleg, þá er ekki hægt að kenna henni alfarið um.  Það er bara ljóst að verkefnið hjá Geir og Óskari Bjarna er mjög mikið ef á að komast áfram úr riðlinum......


mbl.is Tveggja marka tap í Sumy
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. nóvember 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband