AÐEINS UM PERSÓNUAFSLÁTTINN OG SKATTLEYSISMÖRK

Allt er það satt og rétt, sem kemur fram hjá Ragnari Þór Ingólfssyni, að lægstu laun á Íslandi séu skammarlega lág og dugi ekki til framfærslu.  það er dapurleg staðreynd að síðan árið 1997 (Mér gekk ekki alveg nógu og vel að lesa út úr línuritinu frá VR þannig að einhver skekkja er í útreikningunum hjá mér en skekkjan er upp á einhver 2.000-5.000 krónur á mánuði).  Samkvæmt línuritinu frá VR voru lágmarkslaun um 60.000 krónur á mánuði eða um 148.000 á núvirði og þá voru skattleysismörkin þau sömu.  En í dag eru skattleysismörkin 149.424 krónur á mánuði en lágmarkslaunin um 280.000 á mánuði.  Lægstu laun þyrftu að hækka í um 310.000 krónur á mánuði og þá þyrftu skattleysismörkin að vera í þeirri tölu líka.  (Ath. að stuðst er við vísitölu neysluverðs, sem fengin var á vef Hagstofu Íslands)


mbl.is Lægstu launin duga ekki til framfærslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. september 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband