Er "ríkisstjórn fólksins" að nota þessar hörmungar sjálfri sér til framdráttar?????

Fyrir helgina, nánar tiltekið eftir lokun á Vinnumálastofnun, tilkynnti Árni Páll félagsmálaráðherra að 856 störf yrðu í boði fyrir námsmenn og atvinnuleitendur við hreinsunarstörf og annað eftir goslokin.  Sonur minn hugsaði sér gott til glóðarinnar og hringdi í Vinnumálastofnun á Suðurlandi en nei vegna þess að hann hafði ekki verið á atvinnuleysisskrá síðustu þrjá mánuði eða lengur þá kom hann EKKI til greina þá sagði hann eins og var að það stæði skýrum stöfum að þetta úrræði væri einnig ætlað námsmönnum en fékk þau svör að þetta væri  ekki þannig hugsað.  Nú spyr ég bara: ER ÞETTA ÚRRÆÐI BARA SÝNDARMENNSKA OG ER LANDRÁÐAFYLKINGIN BARA AÐ REYNA AÐ LAGA ÁSÝND SÍNA OG JAFNVEL AÐ HJÁLPA SÍNU FÓLKI EITTHVAÐ Í SVEITASTJÓRNAKOSNINGUNUM UM NÆSTU HELGI????? Eitthvað hlaut að hanga á spýtunni með þetta tilboð ég veit ekki um eitt einasta tilfelli þar sem ríkisstjórnin hefur komið með einhver úrræði, sem hafa átt að gagnast einhverjum, að ekki hafi verið einhver "stjarnfræðileg" skilyrði sem hefur þurft að uppfylla og endirinn orðið sá að engum hefur nýst viðkomandi úrræði. 
mbl.is Eldgosinu að ljúka og núna halda menn ótrauðir áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Auðvitað er þetta sýndarmennska, það kemur ekkert annað frá þessum flokkki. Þetta útspil er eingöngu ætlað til að hjálpa flokknum í komandi kosningum. Árni hefur greinilega ekki gert ráð fyrir að svikin kæmust svo fljótt upp.

Gunnar Heiðarsson, 25.5.2010 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband