VERÐUR NÆSTA "HRUN" ÞEGAR SPILABORG LÍFEYRISSJÓÐANNA HRYNUR??????

Ég "skoðaði" gróflega ársreikninga nokkurra lífeyrissjóða, nokkur á aftur í tímann.  Það kom mér allverulega á óvart hversu eign erlendra verðbréfa hefur lítið minnkað eftir "fjármálahrunið" og í örfáum tilfellum hefur þessi "eign" aukist, þrátt fyrir að mikil lækkun hafi orðið á öllum mörkuðum. Svo hafa lífeyrissjóðirnir keppst við það að senda frá sér tilkynningar UM ÞAÐ HVERSU "LITLU" ÞEIR HAFI TAPAÐ við "hrunið".   Allar svoleiðis tilkynningar hljóta að vekja upp spurningar hjá fólki.  Getur verið að þarna sé um að ræða svipaða GLUGGAÚTSTILLINGU og Enron, World.com og fleiri fyrirtæki voru með í sínu bókhaldi áður en þau féllu?????  Annað sem vakti athygli mína var að þegar ég skoðaði lífeyrissjóð sjómanna, nú Gildi lífeyrissjóð, var að ég sá hvergi minnst á ERFÐAFJÁRSKATT.  Því að samkvæmt lögum sjóðsins, sem ég efast stórlega um að standist eignaréttarákvæði stjórnarskrárinnar, þá er það þannig að látist sjósfélagi þá fær maki hans einungis 60% af lífeyri hans og látist maki þá rennur ENGINN lífeyrir til ættingja, þannig að lífeyrissjóðurinn erfir sjóðsfélagann.  Sérstaklega er mikið um það í þessum lífeyrissjóði að menn falli frá án þess að eiga maka.  ÞAÐ VÆRI VERÐUGT VERKEFNI FYRIR GUNNARSSTAÐA MÓRA OG HANS PÓTINTÁTA AÐ SKOÐA ÞESSI MÁL VEL Á MEÐAN VERÐUR HÆGT AÐ NÁ EINHVERJU AF LÍFEYRISSJÓÐUNUM.  Í það minnsta hef ég aldrei heyrt um að  lífeyrissjóðirnir hafi nokkuð greitt erðafjárskatt...............

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Lækkun bréfa þarf ekki að vera hættulegur hlutur, ef hún er tímabundin þ.e. eignin er í fyrirtækjum sem líkleg eru til að lifa kreppuna af, og ef eignin er í skuldabréfum stöndugra aðila eða ríkissjóða, sem ennig eru líklegir til að lifa kreppuna af.

Ef þó allt fer á versta veg, þá lækkar virði þeirra sennilega hressilega - en ef þetta eru upp til hópa vel valdar fjárfestingar, þá hækkar virðið aftur þegar hagkerfin fara á ný að vaxa upp úr kreppunni. 

Þarfnast nánari greiningar til að komast að því hvað er hið rétta.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 26.12.2011 kl. 22:35

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Við vitum það báðir að "eignasafnið" er ekki að öllu leiti byggt upp á 100% öruggum papírum.  En auðvitað er það rétt hjá þér að það þarf að leggjast í miklar rannsóknir áður en hægt er að fullyrða nokkuð alveg örugglega, en við þessa lauslegu skoðun mína og það sem á undan er gengið er ég ekki viss um að ársreikningum lífeyrissjóðanna sé hægt að treysta 100%................

Jóhann Elíasson, 26.12.2011 kl. 22:49

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Eitt er að þörf þeirra fyrir 3,5% meðalávöxtun rekur þá frekar en hitt, til að kaupa í áhættusömum rekstri - dregur úr líkum þess að bréfin séu í því sem líklega heldur einhverju virði.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 26.12.2011 kl. 23:06

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér finnst full þörf á að rannsaka lífeyrissjóðina eins og annað þar sitja menn sem eru angi af þessu spillingarbæli sem er ríkjandi, þeir þiggja stórfé í laun og alls konar fríðindi á kostnað hins vinnandi manns.  Ætli sé ekki hægt að reka þessi batterí með minni tilkostnaði, með því að ráða hreinlega bókara til að halda utan um sjóðina?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.12.2011 kl. 12:10

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Og af því að Einar Björn er að verja þetta, má minna á lífeyrissjóð Bænda, hvernig fór fyrir honum, keypti hann ekki hlutabréf í flugfélagi upp á 90 millur, án þess að spyrja kóng eða prest og skerti þar með lífeyrisgreiðslur til bænda. Og hver bar ábyrgðina? Minnir reyndar að þetta hafi verið einhver "vinargreiði".

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.12.2011 kl. 12:12

6 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Lífeyrissjóðina þarf að skoða frá grunni, það margt þar á bæ sem vekur upp tortryggni hjá mér og fleirum.

Ég á vont með að sætta mig við, að lífeyrissjóðir séu bæði atvinnurekendur og viðsemjendur þeirra. Það er óeðlilegt að verkalýðsfélögin, sem standa að þeim, séu í framhaldinu eigendur atvinnufyrirtækja sem hafa verkafólk í vinnu.

Eiginlega hef ég enga trú á þessum lífeyrissjóðum, það er allt svo lokað hjá þeim, við sem borgum í þá höfum lítið um þá að segja osfrv.

Ég verð að sætta mig við að borga í þá og ég lít á það sem viðbótarskatt. Ekki hef ég neinar væntingar til þeirra, ég reyni að leggja til hliðar fyrir elliárin, því ég get hvorki treyst á ríkið né lífeyrissjóðina þegar ég get ekki lengur unnið.

Jón Ríkharðsson, 27.12.2011 kl. 14:43

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég hef reifað það hér áður á þessum vettvangi, að ég tel að atvinnurekendur hafi komist í stjórnir lífeyrissjóðanna á FÖLSKUM forsendum það er að segja í krafti hins svokallaða MÓTFRAMLAGS.  Þar segjast þeir greiða háar fjárhæðir á hverju ári til lífeyrissjóðanna.  En það er hinn mesti misskilningur og útúrsnúningar, þannig er mál með vexti að eitt sinn er stefndi í harðvítug átök á vinnumarkaði og atvinnurekendur töldu sig ekki geta hækkað laun beint (fremur en endranær) samdist um hið svokallaða MÓTFRAMLAG í lífeyrissjóðina.  Þannig að mótframlagið ER HLUTI AF LAUNAKJÖRUNUM, SEM AFTUR Á MÓTI ÞÝÐIR AÐ ATVINNUREKENDUR GREIÐA EKKI EINA EINUSTU KRÓNU TIL LÍFEYRISSJÓÐANNA.

Jóhann Elíasson, 27.12.2011 kl. 15:43

8 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Eftir því sem mér skilst þá hefur ríkið ekki komist í að stela eignum lífeyrissjóðannna og við stöndum því vel miðað við td. Bandaríkin. Þeir hafa hirt alla sjúkrasjóði og lífeyrissjóði opinberra starfsmanna áratugum saman upp í krónísk stríð og hallarekstur og skilið eftir ríkisskuldabréf í staðinn. Það er hryllilegur óskapnaður og eftir því sem hann bólgnar út því meir snýst ruslveitufjölmiðlunin um söng og dans.

Hér er þetta vafalaust spillt eins og annað á Sikiley norðursins en ætti samt að lafa næstu áratugina, sem er þakkarvert.

Baldur Fjölnisson, 30.12.2011 kl. 03:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband