"Í UPPHAFI SKYLDI ENDINN SKOÐA"........................

Var oft sagt, hérna áður fyrr, það á sko sannarlega við í þessu máli.  Fyrir það fyrsta þá kom ráðning þessa manns í starf forstjóra FME eins og þruma úr heiðskíru lofti (sumir mundu segja eins og þjófur að nóttu).  Þetta er maðurinn sem er höfundur aflandsviðskiptanna og gerði hugtakið "óvirkur stjórnarmaður" að veruleika.  Hann var með "skítaslóðina" langt á eftir sér og því vekur það óneytananlega furðu manns að stjórn FME skyldi velja þennan mann til að sinna forstjórastarfinu enda hefur það verið þannig að stjórn FME hefur varla haft undan að láta Andra Árnason, lögmann sinn, gera "lögfræðiálit" fyrir sig þess efnis að Gunnar Andersen sé alveg hæfur til að gegna starfi forstjóra FME.  Það er jú svolítið hjákátlegt að maðurinn sé að senda mál til "sérstaks" til rannsóknar, sem taka á því sem hann er sjálfur upphafsmaður að.  Að sjálfsögðu átti alls ekki að ráða þennan mann til starfsins ég neita bara að trúa því að ekki hafi neinn "skárri" kostur verið á boðstólum á þeim tíma eða getur verið að pólitík hafi spilað þar stórt hlutverk??????
mbl.is Mun andmæla kröftuglega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

ég neita bara að trúa því að ekki hafi neinn "skárri" kostur verið á boðstólum á þeim tíma

Undirritaður var meðal umsækjenda um starf Gunnars á sínum tíma, og skrifaði líka álit á vaxtalögum í nóvember í fyrra sem hæstiréttur staðfesti á miðvikudaginn.

Gunnar kann hinsvegar, með tilmælum sínum og Arnórs Sighvatssonar 30. júní 2010 um hærri vexti, að hafa stofnað til hundruða milljarða skaðabótaskyldu.

Undir stjórn Gunnars hafa 80 mál verið send til sérstaks. Ég er nauðaómerkilegur ritari sjálfboðaliðasamtaka sem hafa kært 600 manns fyrir það sem dæmt var í vikunni.

Og við fengum heimildina til þess bara fyrir örfáum vikum síðan.

Stofnun Gunnars er rekin fyrir að ganga tvo milljarða á ári af skattfé. Umrædd samtök eru rekin fyrir nokkrar milljónir af félagsgjöldum og samskotafé. 

Aðrir verða að dæma hvor valkosturinn hefði verið "skárri" eða betri ráðstöfun á almannafé.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.2.2012 kl. 05:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband