Föstudagsgrín


Kona fann
Alladín-lampa liggjandi í fjörunni.

Hún tók hann
upp, pússaði hann og hvað haldið þið? Út úr lampanum steig andi. Furðu lostin
konan spurði hvort hún fengi þrjár óskir uppfylltar.

Andinn svaraði:
" Neeei--- vegna verðbólgu, stöðugs samdráttar, lágra launa í löndum
þriðja heimsins og heiftarlegrar samkeppni um allan heim, get ég aðeins veitt
þér eina ósk og hvers óskar þú þér nú ? "

Án þess að hika
sagði konan : " Ég óska friðar í Mið-austurlöndum.

Sérðu þetta kort
? Ég vil að þessi lönd hætti að berjast hvert við annað."

Andinn leit á
kortið og hrópaði : " VVVWaaaááááá, er ekki í lagi með þig manneskja !
Þessi lönd hafa átt í stríði í þúsundir ára. Ég bý yfir miklum mætti, en svona
rosalega máttugur er ég ekki ! "Ég held að þetta sé ekki framkvæmanlegt,
þú verður að óska þér einhvers annars. "

Konan hugsaði
sig um augnablik og sagði svo: " Okey, ég hef aldrei getað fundið rétta
manninn, þú veist : sem er tillitsamur, skemmtilegur, finnst gaman að elda,
hjálpar til við að þrífa húsið, er góður í rúminu, semur við fjölskyldu mína,
er ekki alltaf að horfa á íþróttirnar og er mér trúr. Já, það sem ég óska mér
er : Góður maður ! "

Andinn gaf frá
sér langt andvarp og sagði : " Láttu mig sjá þetta fjandans kort "


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband