EINUNGIS TÍMASPURSMÁL, HVENÆR ILLA FER..............

Ég hef nokkru sinnum velt fyrir mér hvernig öryggismálum hvalaskoðunarbáta er háttað og hvort vel sé fylgst með hvort þessi mál eru alltaf í lagi og ávallt farið eftir settum reglum.  Stundum þegar ég hef horft á þessa hvalaskoðunarbáta leggja úr höfn alveg "kjaftfulla" af fólki, hefur þeirri hugsun flogið að mér hvort björgunarvesti séu til um borð fyrir allan þennan fjölda, hvernig skyldi þjálfun áhafnarinnar vera háttað, skyldi vera leyfi til að hafa allan þennan fjölda um borð og fleira og fleira?  Eins og flestir vita þá er sjórinn frekar kaldur hér við land og ekki þyrfti að spyrja af afdrifum manna ef þeir lentu í sjónum og þyrftu að vera þar einhvern tíma.  Því væri ekki óeðlilegt að það væru flotgallar um borð fyrir þann fjölda sem báturinn hefur leyfi fyrir + áhöfn.  Stundum hefur það hvarflað að mér að "fróðlegt" gæti verið að telja upp úr þessum bátum þegar þeir koma að landi.  En  sem betur fer þá er oftast gott veður í þessum ferðum og það vissulega minnkar hættuna á alvarlegum óhöppum.  En yfirleitt eru þetta eldri bátar, sem eru í þessu og eftir því sem báturinn er eldri þá eykst hættan á bilunum og svo má ekki gleyma mannlega þættinum................
mbl.is Búið að bjarga fólkinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég veit ekki betur en að þessir skoðunarbátar tilkynni í hvert einasta skipti til Vaktstöðvar siglinga, þegar þeir láta úr höfn, og tilgreina þá fjölda farþega um borð. Og þetta er gert á opinni rás. Varla mun því eitthvað fróðlegt koma í ljós ef talið væri upp úr bátunum við komu í land.

jón (IP-tala skráð) 2.7.2014 kl. 20:44

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það tilkynna sig ALLIR bátar til Vaktstöðvar siglinga þegar þeir láta úr höfn.  Ætli tilkynntur farþegafjöldi sé alltaf heilagur sannleikur?  Þú ert mjög "bláeygur" hvað þessi mál varðar, Jón..................

Jóhann Elíasson, 2.7.2014 kl. 20:57

3 identicon

Ég veit vel að allir tilkynna sig. Hér er verið að ræða skoðunarbátana og farþegafjöldann. Það hefur ekkert með augnalit að gera þótt maður leggi trúnað á að rétt farþegatala sé tilgreind. Ég staðhæfi að skipstjórar á þessum bátum sem öðrum segi satt og rétt frá. En ef þú rengir þessa menn og álítur þá ljúga, þá er það þitt mál. Þú berð ábyrgð á þínum orðum og ég mínum. Svo einfalt er það nú.

Jón (IP-tala skráð) 2.7.2014 kl. 21:26

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ertu virkilega svo "tregur"að þú vitir ekki hvað felst í orðinu "bláeygur"??????  Það vill nú svo til Jón, að ég þekki mjög vel til í þessum málaflokki og mér er fullkunnugt um að á sumum þessara báta er farið  allt að 35% yfir leyfilegan farþegafjölda..............

Jóhann Elíasson, 2.7.2014 kl. 22:13

5 identicon

Mér segir svo hugur að þú þekkir einmitt ekkert til í þessum málaflokki Jóhann. Þessi tala sem þú nefnir er gripin úr lausu lofti. Það er nokkuð algengt að bloggarar telja sig vita miklu meira en þeir í raun gera. Þú ert uppstökkur bloggari með takmarkað vit á því sem þú ert að tala um. Því miður er það nú þannig vinur minn.

jón (IP-tala skráð) 2.7.2014 kl. 22:20

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þú getur haldið það sem þú vilt og verið í þínum ímyndaða heimi eins og þú vilt.  Og hvað hefur þú fyrir þér í því að þessi tala sé úr lausu lofti gripin?  Þú getur sagt að ég hafi hafi ekki vit á því sem ég skrifa um en ef þú kynnir þér skrif mín undanfarin ár, bæði greinar í blöðum og svo á blogginu og þá sérðu að ég er nokkuð vel inni í þessum málum og mörgum fleirum.  Ég hef nú frekar litlar áhyggjur af þínu áliti og af því sem ég hef lesið af þínum skrifum, finnist mér þau ekki þess eðlis að þitt álit haldi fyrir mér vöku..........

Jóhann Elíasson, 2.7.2014 kl. 22:54

7 identicon

Áðan sagðistu þekkja "mjög vel" til í þessum málaflokki. Nú ertu farinn að draga í land og segist vera "nokkuð vel" inni í þessum málum. Það líður senn að því að þú þurfir aðstoð við að losa þig úr þessari flækju þinni. Þetta er því miður alltof algengt hjá bloggurum sem hafa litla sem enga þjálfun í að orða hugsun sína í riti. Viðbrögð þín við ofureinföldum athugasemdum verða til þess að þú missir sjónar á aðalatriðum og hengir þig í mótsögnum og æsingi af litlu tilefni. Blaðagreinar sem þú segist hafa ritað gætu verið bréf til ritstjórnar, athugasemdir um eitt og annað. En það er munur á bréfi til blaðs og blaðagrein.

jón (IP-tala skráð) 2.7.2014 kl. 23:21

8 identicon

Þú segir í blogginu þínu að það hvarfli að þér að fróðlegt gæti verið að telja upp úr bátunum. Í athugasemdum hefurðu síðan látið toga upp úr þér að þér sé hvorki meira né minna en fullkunnugt um að skipstjórar á sumum bátanna beiti blekkingum. Ef þú ert svona viss um þetta, hví talarðu þá svona óskýrt í byrjun? Þetta er allt voðalega út og suður hjá þér, það verður að segjast.

Jón (IP-tala skráð) 2.7.2014 kl. 23:29

9 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég dreg ekkert í land, ef þér finnst það þá ertu mun  "stropaðri" en ég hafði haldið en þegar upp er staðið þá kemur í ljós að þú ert ekkert annað en rugludallur sem veist hvorki í þennan heim eða annan.  Og þú ættir nú ekki að vera að tala mikið um flækjur því ég get nú ekki betur séð en að þú sért illa flæktur sjálfur.  Ástæðan fyrir því að ég sagði þetta í upphafi var sú að ég vildi forðast það að talað yrði um vissa báta eða útgerðir, sem verður ekki gert af minni hálfu og þetta var alls ekki óskýrt og alls ekki út og suður, því það sér það hver heilvita maður að ef skoðaðar eru tölur sem samtök hvalaskoðunarfyrirtækja gefa upp um fjölda í hvalaskoðunarferðum og svo opinberar tölur, þá ber þeim bara alls ekki saman (það er alls ekki mín sök þó þú getir ekki lesið almennilega).  Ég hef borið þessar tölur saman frá 2002 og þar er munurinn upp á tugi þúsunda.

Jóhann Elíasson, 3.7.2014 kl. 00:00

10 identicon

Þú hefur þann leiða ávana að espast allur upp þegar lesendur þínir benda þér á augljósar þversagnir í máli þínu. Það væri til mikilla bóta að þú færir nú að haga þér betur. Það er ljóst að töluvert svigrúm er til framfara í þeirri deild vinur. Trúverðugleiki fólks grundvallast á því. Nú er það eitt; að þú segist hafa vit á þessu, (ýmist mikið eða lítið, látum það liggja milli hluta) en annað er að þú skrifar eins og barn. Stafsetning reyndar í lagi. Inntakið verra. Það er nú þannig að ef þú vilt skrifa um tiltekið efni, þá margborgar sig að gefa sér tíma til að hugsa um efnið áður. Það virðist hafa brugðist hjá þér. Einnig eru tilburðir þínir til að nota myndmáli heldur slakir. Þér tekst á lokametrunum að ropa upp úr þér nokkrum staðhæfingum sem byggjandi er á, en ég tel að með beittari hugsun og skýrum markmiðum strax í upphafi, hefðirðu mátt losna við að rembast þessi ósköp.

Jón (IP-tala skráð) 3.7.2014 kl. 00:49

11 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ef þú værir betur læs og og værir ekki að reyna að gera út á smámuni þá hefði sjálfsagt verið hægt að eiga einhverja vitræna viðræðu við þig og ekki get ég séð betur en að þú reynir að fjalla um hluti sem þú veist ekki nokkurn skapaðan hlut um og þegar þú hefur verið rekinn á gat með hluti ferð þú út í persónulegt níð en það er einkennandi fyrir m enn sem eru komnir í rökþrot en vilja ekki viðurkenna augljósa hluti.  Ég þarf ekkert að rembast neitt við að koma einhverju á framfæri og að fræða mann sem veit ekkert (eins og hefur komið á daginn með þig).

Jóhann Elíasson, 3.7.2014 kl. 03:46

12 Smámynd: corvus corax

Ég þekki mjög vel til hvalaskoðunarfyrirtækjanna á Húsavík og get upplýst menn um það að mjög er vandað til talningar farþega þegar þeir ganga um borð og nákvæmur fjöldi tilkynntur til Vaktstöðvar siglinga. Það var um tíma ágreiningur um leyfilegan fjölda farþega á ákveðnum bátum en ég veit að staða þessara mála er í mjög góðu lagi nú. Að sjálfsögðu eru til björgunarvesti fyrir alla um borð og eru þau reyndar fleiri en leyfður hámarksfjöldi um borð. Þá eru flotgallar um borð handa öllum. Áhafnarmeðlimir þurfa að ljúka prófi frá Slysavarnaskólanum í Sæbjörgu og áhafnir eru mjög vel þjálfaðar og hver maður með á hreinu hvert hlutverk hans er ef upp koma neyðartilvik enda er slíkt æft reglulega. Hraðbátar eru ávallt klárir í Húsavíkurhöfn til að bregðast við, björgunarsveitin Garðar er líklega með viðbragðsfljótari björunarsveitum til sjóbjörgunar og eitt hvalaskoðunarfyrirtækið er með tvo gangmikla og öfluga hraðbáta í ferðum á flóanum frá morgni og fram á kvöld. Heilt yfir eru öryggismál í mjög góðu lagi í þessum hvalaskoðunarskipum á Húsavík sem eru a.m.k. 13 í allt. En menn þurfa alltaf að viðhafa varkárni í þessum ferðum eins og öllum öðrum ferðum með fólk og það er enginn skortur á því. Skipstjórarnir eru mjög reyndir og gætnir og strand eins og kom fyrir í gær eru algjörar undantekningar sem betur fer. Svona strand er ekki þannig að siglt sé á fullri ferð upp í land, það er verið að lóna lúshægt við Lundey og engin undur og stórmerki að kilinum sé tyllt á hlein við slíkar aðstæður. Það er svona svipað og þegar bíll er tjakkaður upp, þá er erfitt að hreyfa hann úr stað.

corvus corax, 3.7.2014 kl. 08:18

13 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þakka þér fyrir mjög greinargóðar upplýsingar, "Corvus Corax".  Ég vildi að þetta væri svona flott allstaðar á landinu.  ÞAÐ VERÐUR AÐ HYLLA ÞAÐ SEM VEL ER GERT...............

Jóhann Elíasson, 3.7.2014 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband