NÚ SÉR BUTTON AÐ FERLINUM Í FORMÚLU 1 SÉ LOKIÐ.....

Þá tekur hann sig til og lærir að keyra rally-cross bíl hjá Petter Solberg SJÁ HÉR.  Ekki er nú hægt að segja að ferill Buttons í Formúlu 1 hafi verið neitt sérstaklega glæsilegur.  Hann hefur "hangið" í meðalmennskunni og jafnvel fyrir neðan hana, nema árið sem hann vann heimsmeistaratitilinn fyrir Brawn-liðið (sem er nú Mercedes).  Yfirburðir bílsins voru svo algjörir og langan tíma tók fyrir FIFA að úrskurða hvort bíllinn væri löglegur og svo þegar úrskurðurinn loksins kom, var svo lítið eftir af keppnistímabilinu að hinn liðin sáu sér ekki neinn hag í því að taka upp sams konar framvængi og Brawn-bílarnir voru með.  Vonandi gerir Button betri hluti í rally-crossinu en í fomúlunni....


mbl.is Vandoorne í stað Buttons
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband