Föstudagsgrín

80 ára maður fer í sína árlegu læknisskoðun og læknirinn segir: „Þú ert í besta líkamlega ástandi sem nokkur maður á þínum aldri getur verið í“

Gamli maðurinn svarar: „Já, því er að þakka að ég hef lifað trúarlegu lífi alla mína ævi.“

Læknirinn spyr: „Og hvað kemur það málinu við?“

Og gamli félaginn svarar: „Sjáðu til. Ef að ég myndi ekki lifa trúarlegu lífi, þá myndi guð ekki kveikja ljósið á baðherberginu í hvert skipti sem ég fer þangað á nóttunni.“

En lækninum var brugðið og spurði: „Meinarðu að þú farir á klósettið á nóttunni og sjálfur guð kveiki ljósið fyrir þig?“

„Já,“ svarar sá gamli. „Í hvert einasta skipti sem ég fer inn á bað þá kveikir guð ljósið fyrir mig.“

Læknirinn varð alveg orðlaus, en skömmu síðar kemur kona mannsins inn í skoðun. Læknirinn sér sig knúinn til að segja henni að maðurinn hennar sé í mjög góðu líkamlegu ástandi, en er hræddur um að andlegt ástand hans sé ekki eins gott: „Hann sagði mér að guð kveikti ljósið fyrir sig þegar hann færi á klósettið á nóttunni.“

„Aha!!!“ segir konan. „Það er þá hann sem hefur pissað í ísskápinn!“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Langlíklegasta skýringingin á vöxtum á íslandi ...

L. (IP-tala skráð) 13.5.2016 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband