ÆFINGARNAR ERU EITT EN TÍMATAKAN OG KEPPNIN ERU ALLT ANNAR KAFLI

Hamilton "átti" æfingarnar eins og þær lögðu sig.  En í tímatökunni gekk ekkert upp hjá honum.  Það virtist vera allt í lagi hjá honum í fyrsta og öðrum hluta (að mestu leiti) en í þriðja og mikilvægasta hlutanum komu mistökin á færibandi og hann  endaði í 10 sæti sem kom öllum á óvart.  Það er alveg möguleika að taka framúr á þessari braut en það er frekar erfitt, svo uppröðunin á ráslínu er MJÖG mikilvæg í þessari keppni, ekki alveg eins mikilvæg og í Mónakó en mjög nálægt því.  Það kemur mikið á óvart hversu þröng þessi braut er, það má kannski segja að hún sé blanda af hægum, þröngum og erfiðum beygjum sem eru  í Mónakó og svo hröðum köflum og frekar þröngum á Monza-brautinni.  Þetta kemur svolítið á óvart vegna þess að brautin er alveg ný og það hefur aldrei verið keppt í Bakú áður.  En það verður fróðlegt að fylgjast með kappakstrinum, GÓÐA SKEMMTUN.


mbl.is Rosberg á ráspól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband