"Sjanghæjað" úr Seðlabankanum

Um fátt hefur verið meira rætt en launahækkanir Seðlabankastjóra.  Nú get ég ekki lengur orða bundist þegar formaður bankastjórnar Seðlabankans heldur því blákalt fram að það hafi orðið að hækka laun bankastjóranna til þess að það væri meira "jafnræði" við laun stjórnenda viðskiptabankanna, annars væri hætta á því að Seðlabankinn missti hæfa menn til viðskiptabankanna.  Heldur hann virkilega að viðskiptabankarnir ásælist afdankaða stjórnmálamenn og illa tennta "blýantsnagara"?  Ekki get ég munað hver var svo frumlegur að tala um bankastjóra Seðlabankans sem yfirmenn efnahagsmála landsins (held það hafi verið Gísli Marteinn Baldursson) þetta er mjög svo alvarlegur misskilningur og sýnir bara vanþekkingu hans á stjórnkerfi landsins, þetta fannst honum réttlæta launin þeirra, en svo er alls ekki Seðlabankinn er opinber stofnun og miðað við stöðu bankans í "skipuriti " þjóðarinnar er ekkert sem réttlætir laun bankastjóranna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það er útilokað að hægt sé að koma þessum sannleika fyrir í færri orðum, þetta er nákvæmlega svona og hafi þessi formannsnefna skömm fyrir ruglið. Í alvöru erum við ekki að fara að fá frí frá þeim larfi, held hann hljóti að vera búinn að gera nóg af sér....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 9.6.2007 kl. 16:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband