Ekki ríður nú vitleysan við einteyming

Þá er LÍÚ búið að ákveða þorskvótann næsta ár.
mbl.is Þorskkvótinn verður 130 þúsund tonn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það verður að grípa í þá tauma sem stjórna veiðum við Íslandsstrendur. Það er í rauninni alltof augljóst hvernig þessu er háttað. Verksmiðjuveiðar togaranna eru að rústa veiðislóðum. Takmörkun veiða með botnveiðarfærum og aukning á krókaveiði er það sem koma skal. Kvöta til botnvörpuveiða er rétt að skerða markvisst, en auka frelsi krókaveiða að sama skapi. Hávær hróp um hagkvæmni munu heyrast. Það eru svo margar aðferðir til við útreikning á hagkvæmni að þar mun standa orð gegn orði eins og vant er. Þorskurinn þarf að lifa af og það er sú hagkvæmni sem mestu skiptir. Hvort einhverji útvaldir auðjöfrar hagnast meira eða minna er mun léttvægara en viðhald þorskstofnisins. Notum rök náttúrunnar og hlustum á innri rödd skynseminnar.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.7.2007 kl. 11:38

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er nákvæmlega þetta Hólmfríður. Draga markvisst og verulega úr botnvörpuveiðum og auka að sama skapi króka-og línuveiðar með dagakerfi.

Í vísindasamfélagi sjávarlíffræðinga eru botnvörpuveiðar komnar á bannlista. Þessu hafna íslenskir sægreifar og auðvitað taka fulltrúar þeirra á Alþingi í sama streng.

Nú flokkast það til "sjálfstæðisbaráttu" okkar að láta ekki undan þessum þrýstingi.

Mig undrar ekki þó frændur okkar Færeyingar hafi fengið nóg af þessu kerfi okkar sem þeir notuðu í tvö ár og minnast þeirra ára með skelfingu.

Hvernig stendur á því að íslenskir kjósendur horfa aðgerðarlausir á að nokkrir einstaklingar eru að tortíma aldagömlum atvinnuvegi og helstu auðlind okkar?

Ég veit svarið. það felst í eðli sem ekki má nefna en er kennt við besta vin mannsins. 

Árni Gunnarsson, 6.7.2007 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband