Fótbolti fyrir alla...

Fjaðrafokið, sem orðið hefur út af þessu atviki í fótboltaleik ÍA og Keflavíkur, er með ólíkindum.  Nú er ég bara "sófaáhugamaður" en ég tel mig nú samt geta haft skoðun á svona löguðu.  Þarna get ég ekki betur séð en að Keflvíkingar séu að sópa mjög svo alvarlegum mistökum markmanns síns undir teppið og reyna að koma sökinni á Bjarna Guðjónsson. Fyrir það fyrsta, þá myndi enginn heilvita maður reyna skot af svona löngu færi til þess að skora.  Það er ekki mikið mál að vera markmaður og halda "hreinu" þegar ekki er skotið á markið en loksins þegar skotið er á markið og það langt utan af velli og geta þá ekki varið.  Segir það ekki nokkuð um getu viðkomandi markmanns?  Þessi maður ætti bara að fara að æfa sig betur og liðsfélagar hans ættu nú bara að fara að lýta í eigin barm og fara að athuga hver hinn eiginlegi sökudólgur í þessu máli er?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Verð að vera á sama máli,að mestu Bjarni ættaði ekki að skora/og lika að markmaðurinn átti að verja þetta utanspark sem lenti i markinu/En hvar er iþróttaandin/er hann ekki á báða vegu/Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 6.7.2007 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband