Hugrekki eða undirlægjuháttur??

Þann 06.07.07 ákvað sjávarútvegsráðherra að fara alfarið að tillögu HAFRÓ, að þorskafli næsta fiskveiðiárs yrði 130 þúsund tonn.  Þessa dags verður fyrst og fremst mynnst, sem þess dags er ákveðið var hvar á landinu ætti að vera byggð og hvar ekki.Forsætisráðherra sagði að sjávarútvegsráðherra hafi sýnt mikið hugrekki með þessari ákvörðun sinni.  Fyrirgefið en mér dettur nú allt annað í hug en hugrekki þegar þessi ákvörðun er skoðuð.  Það hefði sýnt hugrekki ef hann hefði ekki farið eftir ráðgjöf HAFRÓ, því það var búið að sýna fram á það svo engum blöðum var um að fletta, að aðferðafræði HAFRÓ í fiskirannsóknum sínum var alveg út úr kortinu, svo ekki verði nú fastar að orði kveðið.  Nei í staðinn fyrir að sýna af sér smá manndóm ákveður sjárútvegsráðherra að vera með algjöran undirlægjuhátt og fer að ráðum HAFRÓ.  Nú spyr sá sem ekki veit:  Var þarna um að ræða vel undirbúið “plott”?  Eins og Grímur Atlason, bæjarstjóri í Bolungarvík, spurði að í sjónvarpsfréttum í kvöld (08.07.07). Þá er komið að “brandaranum” fyrirgefið mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar:
  • Efla hafrannsóknir.  - Eiga hafrannsóknir að halda áfram á sömu braut og þær hafa verið?   - Á kannski að koma upp veiðarfæralager fyrir HAFRÓ, svo ekki þurfi að fara á “ruslahaugana” til þess að fá veiðarfærin í hið svokallaða “togararall”, sem farið er í á hverju ári og HAFRÓ byggir niðurstöður sínar á?  - Er allt í einu til fjármagn til að sóa í “gæluverkefni”, sem bitur reynsla er fyrir að skili engu?  HAFRÓ hefur stundað hið svokallaða “togararall” í rúm tuttugu ár alltaf hefur verið veitt á sömu “slóðum”, með samskonar veiðarfærum (til þess að endurnýja þessi veiðarfæri þarf að fara á ruslahaugana).  Á þeim bæ er ekki verið að taka tillit til breytinga á hitastigi í hafinu og breyttum straumum.  Það er ekki að furða að HAFRÓ “týni” heilu árgöngunum af fiski og fisum í hafinu fækki að þeirra mati.
  • Samgöngubætur og háhraðatengingar.  – Samgöngubætur eru ekki hristar fram úr erminni og gagnast mjög svo takmarkað.  – En mér finnst einhvern veginn að ég hafi heyrt þetta  áður í öðru samhengi.  – Hvers vegna ættu menn að halda að meira verði um efndir núna?  - Nýjasta dæmið um samgöngubætur eru nýlegar tilraunir til samninga um aukaferðir Herjólfs til Vestmannaeyja.  – Eða eru samgöngubæturnar hugsaðar til að auðvelda fólki að flytja úr sjávarplássunum  Þegar eignir þess eru orðnar verðlausar?  Ef íbúum sjávarplássanna verða tryggðar háhraðatengingar mjög fljótlega, geta þeir fylgst með fiskverðunum á “mörkuðunum” og lesið Moggann á “netinu” áður en þeir verða að flytja í burtu á nýju vegunum.
  • Auka menntun.  Það verður náttúrulega að kenna þessu fólki,sem missir lífsviðurværi sitt og eignir, eitthvað annað en að vinna fisk, þetta fólk getur auðvitað farið að selja verðbréf.  Það er fjármálageirinn sem býr til tekjur þjóðarinnar í dag.
  • Fella niður veiðileyfagjald.  Þetta var eina tillagan sem var fullmótuð og kemur strax til framkvæmda.  –Er það vegna þess að LÍÚ hefur lengi verið á móti þessu gjaldi og er bara verið að koma til móts við kröfur þeirra?  - Hvað verður næst?
  • Bæta sveitarfélögum, sem verða illa úti, skerðinguna.  – Hvað er illa?  Ég hef ekki heyrt neina skilgreiningu á þessu enda sagði fjármálaráðherra að enginn “verðmiði” væri kominn á þessar mótvægisaðgerðir.
 Ég vona að ég hafi ekki gleymt neinum af hinum svokölluðu mótvægisaðgerðum ríkisstjórnarinnar, en eins og sést þá eru þessar mótvægisaðgerðir svo almennt orðaðar (eins og stjórnarsáttmálinn) að það ekki er mark á þeim takandi.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jóhannesson

Bara svona fyrir forvitnissakir, hvernig hefðir þú tæklað ástandið? hvað hefðir þú ráðlagt ráðherranum að gera, eða hvað hefðir þú gert ef þú hefðir haft völd til að gera eitthvað?

Páll Jóhannesson, 8.7.2007 kl. 23:01

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það eru komnar fram svo margar sterkar vísbendingar um að þau gögn sem HAFRÓ leggur til grunvallar "ráðgjöf" sinni að ég hefði farið yfir þau gögn einnig og að því loknu hefði ég tekið ákvörðun en því miður þá var ákvörðunin ekki í mínum höndum.

Jóhann Elíasson, 8.7.2007 kl. 23:29

3 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Það hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir hvern einasta mann sem einhvertíma hefur komið að togveiðar hvernig staðið er að þessu svokallaða"togararalli"er staðið.Sem virðist vera undirstaðan í útreikningum Hafró.

Ólafur Ragnarsson, 9.7.2007 kl. 18:32

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þegar stórt er spurt veður fátt um svör/Svo fer lika fyrir öllum þessum loforðum sem eru hjóm eitt/Þessum mönnum í Rikistjorn vorri er ekkert heilagt/ætla að rusta öllu okkar fiskveiðum og vel það/Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 10.7.2007 kl. 01:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband