Eru Grænfriðungar alveg að missa sig??

Ég vissi það alltaf að þetta fólk ætti "bágt" en að það væri svona illa komið fyrir því datt mér nú ekki í hug.  En eins og fram kemur í tilkynningu frá Grænfriðungum, þá álíta þeir að útflutningsleyfið fyrir kjötinu af þessum 7 langreiðum hafi bara verið vinargreiði við Kristján Loftsson og svo bíta þeir hausinn af skömminni og bæta því við að þarna sé bara um að ræða að "smygltilraun" á kjötinu að ræða.  Eru engin takmörk fyrir því hvað hægt er að leifa sér að segja og halda fram, þarna er verið að halda því fram að Íslensk stjórnvöld sé aðili að "smygli" og í það minnsta ólöglegri sölu.  Ætla Íslensk stjórnvöld að sitja aðgerðalaus undir þessum þvættingi?  Svo kemur formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, sem einnig er stjórnarmaður Grænfriðunga, fram í sjónvarpsfréttum og "lýgur" þar alveg blákalt að Langreyður og Hrefna séu í útrýmingarhættu.  Hvort var maðurinn að koma fram sem formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands eða stjórnarmaður Grænfriðunga?  Það er algjör lágmarkskrafa að maður í hans stöðu (formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands) fari með rétt mál þegar hann kemur fram í fjölmiðlum.
mbl.is Grænfriðungar biðla til japanskra stjórnvalda
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Kvitt og þetta góður pistill/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 4.6.2008 kl. 21:41

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

En það er nokkuð ljóst að "einhverjir" kunna ekki að meta skrif mín og vísa ég til þess að "viðkomandi aðilar" hafa notað ritstjórn moggabloggsins til þess að "rjúfa" tenginguna við fréttina sem ég bloggaði um.  Hvað skyldi þurfa margar kvartanir til að blogg sé "rofið"?  Ætli ritstjórn moggabloggsins þurfi ekki að fara að athuga sinn gang?

Jóhann Elíasson, 4.6.2008 kl. 22:09

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Það er magnað þetta, ótrúlegt að menn skuli geta fengið inni á mbl. með svona "kvartanir". Þessi pistill þinn er ekkert annað en blákaldur sannleikurinn um þennan lúða sem er að presentera sig sem formann Náttúruverndarsamtaka Íslands og er þeim að sjálfsögðu til skammar.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 7.6.2008 kl. 14:11

4 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Góð athugasemd hjá þér Jói

Jón Aðalsteinn Jónsson, 8.6.2008 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband