Hveitibrauðsdagarnir á enda!!!

Nú kemur til með  að sverfa til stáls - í  rauninni tel ég að þarna komi aðeins upphafið af endinum.  Mörgum fannst það liggja í loftinu, þegar til þessa ríkisstjórnarsamstarfs var stofnað, að þetta yrði mjög skammvinnt samstarf og lítið yrði um framkvæmdir sem hefur komið á daginn.  Fyrsti prófsteinn ríkisstjórnarinnar var "aflasamdrátturinn" sem ríkisstjórninni tókst að "klúðra" svo rækilega með einhverjum ímynduðum "mótvægisaðgerðum" sem aðallega fólust í samgönguverkefnum sem áður var búið að samþykkja og að gera Byggðastofnun "starfhæfa" að nýju en það hafði verið samþykkt á Alþingi veturinn áður þegar enginn hafði hugmynd um yfirvofandi aflasamdrátt.  Eftir þessu eru þau "verk" sem liggja eftir ríkisstjórnina, það er að segja þegar hún hefur gert nokkuð.  Margir höfðu á orði þegar ríkisstjórnin fór af stað; að Ingibjörg Sólrún myndi ekki sætta sig við það að vera "aðeins" "stýrimaður" á skútunni, heldur væri hún að ná sér í smá reynslu sem ráðherra, þegar henni þætti nóg komið myndi hún "sprengja" þetta ríkisstjórnarsamstarf í loft upp og stofna til samstarfs með núverandi stjórnarandstöðuflokkum með sjálfa sig sem forsætisráðherra.
mbl.is Harðari tónn í garð samstarfsflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Það er mikið til i þessum pistli!!!!/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 18.6.2008 kl. 13:58

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm alveg sammála, enginn stjórnmálamaður hefur valdið mér meiri vonbrigðum en þessi ágæta kona, nema ef vera skyldi Karl V. Matthíasson, sem fékk fullt af atkvæðum út á andstöðu sína við kvótakerfið, og hefur þagað síðan þunnu hljóði um þau mál. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.6.2008 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband