Er einhver hissa á þessu - hvölum fjölgar stjórnlaust..........

Auðvitað hefur hún afleiðingar þessi algjöra friðun á hvölum.  Í sambandi við rannsóknarverkefni, sem ég ásamt fleirum vann, þá rak á fjörur okkar Kanadísk doktorsritgerð (The affects of whale watching on humback whales in New Foundland , Corbell,2006) en í þessari skýrslu koma fram nýjar og nýstárlegar kenningar um áhrif hvalaskoðana á hvali og lífshætti þeirra.  Í skýrslunni er talað um að hvalaskoðanabátarnir séu flestir komnir til ára sinna og með gamlar og háværar dísilvélar, sem hafi þau áhrif á hvalina að þeir missi heyrn og "staðsetningakerfi" þeirra ruglist, þarna sé komin skýringin á því að þeir séu komnir á dýpra vatn og séu bara einfaldlega að forðast hvalaskoðunarbátana.  En hvölunum verður ekki kápan úr því klæðinu því hvalaskoðunarbátarnir elta þá bara.  Sé þetta rétt, sem ég hef ekki ástæðu til að draga í efa en það skal tekið fram að þetta þyrfti að rannsaka betur, þá er þarna stór hluti skýringarinnar á fjölgun árekstra milli hvala og skipa og því að "hvalrekum" hefur fjölgað eins gríðarlega og raunin er, en ég er á því að stærsti orsakavaldurinn sé hin gríðarlega fjölgun hvala, sem hefur verið siðan hvalveiðibannið tók gildi 1986
mbl.is Mörg dæmi um árekstra hvala og skipa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Inllitskvitt og vottun á því að við erum sammála núna förum að veiða þá mér langar í rengi

Jón Aðalsteinn Jónsson, 1.12.2008 kl. 23:09

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Innkvitt einnig þarna erum við sammála Jóhann og vel það/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 2.12.2008 kl. 00:38

3 Smámynd:  Grétar Rögnvarsson

Hef oft reint að keyra á þessi kvikindi en aldrei tekist.

Grétar Rögnvarsson, 2.12.2008 kl. 10:13

4 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Þetta er skemmtilegar niðurstöður og gaman væri að sjá meira sett fram um þetta og sjá hvaða niðurstöður aðrir fá.

Gísli Foster Hjartarson, 2.12.2008 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband