ÞAÐ ER GOTT AÐ VERA BJARTSÝNN EN ÞAÐ ÞARF EINNIG AÐ VERA RAUNSÆR..

Meira að segja forysta "verkalýðshreyfingarinnar" er farin að tala um að "ríkisstjórn fólksins" geri lítið sem ekkert til þess að standa við hinn svokallaða "stöðugleikasáttmála".  Sé farið yfir nokkur atriði þessa "stöðugleikasáttmála" þá sést það að það er ekki nokkur möguleiki á því að búið verði að afnema gjaldeyrishöftin 1 Nóvember, stýrivaxtaprósentan verður EKKI komin í eins stafs tölu,  vaxtastigið verður EKKI orðið mannsæmandi, skilyrði atvinnulífsins verða EKKI orðin þokkaleg, atvinnuleysi verður EKKI orðið "ásættanlegt" (hvað svo sem það þýðir? hjá mér er ásættanlegt atvinnuleysi 0%) og greiðsluerfiðleikar heimilanna koma EKKI til með að verða úr sögunni.  Ekki nenni ég að telja meira upp því ég er að verða þunglyndur af því sem þegar er komið en af þessu má kannski sjá hvað "ríkisstjórn fólksins" hefur tekið vel á efnahagsvanda þjóðarinnar.
mbl.is „Þurfa að taka sig verulega á ef klára á öll mál“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta gengur ansi hægt hjá þeim  Allur krafturinn hefur farið í Icesave og ESB.   En nú hafa ESB raddirnar þagnað, sennilega vegna þess að Samfylkingin er að átta sig á að hún hefur ekki fólk á bak við sig í því máli.   Þess vegna verður að nauðga þessu upp á okkur þegjandi og hljóðalaust í felum og leyndói.  Við verðum því að vera á verði.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.9.2009 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband