Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Einstefna Hannesar Hólmsteins!

Var að lesa grein eftir Hannes Hólmstein Gissurarson, í Fréttablaðinu í gær (vegna anna hafði ég ekki “tíma” til að lesa greinina fyrr, sem hefði nú ekki verið stór skaði) nema mér finnst alveg nauðsynlegt að leiðrétta nokkrar staðreyndavillur sem hann kastar fram í þessari grein sinni, en honum virðist vera nokkuð tamt að “hagræða” staðreyndum, eða jafnvel sleppa þeim alveg, til þess að málefni “passi” betur að þeim “frjálshyggjuhugmyndum” sem hann aðhyllist og er mikið að predika.Því miður , þá fellur Hannes Hólmsteinn í þann “drullupytt”, sem ég hélt að gæti nú ekki hent jafn vel upplýstan og mikinn fræðimann og hann er, að hann blanda saman tveimur málum og gerir úr  þeim eitt mál og til að bæta gráu ofan á svart, með því að nota gamla og góða “frasa” til að undirstrika mál sitt, en þar fellur hann á eigin bragði, því þetta gerir greinina ótrúverðuga og illa unna.  Fyrsta málið er einkasala ríkisins á áfengi og hitt er hvar eigi að vera heimilt að selja áfengi, þessum tveimur málum blanda Hannes Hólmsteinn Gissurarson og skósveinar hans saman og eins og fyrr segir setja saman í eitt.En nú ætla ég að taka þessi tvö fyrrnefndu mál fyrir og reyna að koma “mínum” sjónarmiðum á framfæri.·         Einkaleyfi á sölu á þessum vörum er annað mál og það er ekki rétt að blanda þessu tvennu saman.  Ég er alveg sammála þér með það að "ríkið" á ekki að vera með einkaleyfi á að selja þetta en það verður að vera einhver regla á hvað varðar sölu á þessari vöru.  Ekki dettur mér í hug að gera þér upp eitthvað ofstæki í þessum málum Hannes en við verðum, vegna stærðar/smæðar markaðarins, að taka tillit til þess þegar ákveðið er með sölu á ákveðnum vörum, ekki bara áfengis.  Hannes segir í grein sinni “Úrtölumennirnir vilja vegna áfengisbölsins banna sölu bjórs og léttvíns í venjulegum búðum. Ég spyr: Hvers vegna viljið þið þá leyfa hana í ríkisbúðunum, sem hefur snarfjölgað síðustu ár, um leið og úrval hefur þar batnað?   Samkvæmt þessum skrifum get ég ekki betur séð en að aðgengi að léttvíni og bjór sé bara gott og er alltaf að batna og úrvalið líka.·         Mér finnst allavega tíma Alþingis betur varið í að ræða önnur meira aðkallandi mál en þetta (í fimmta skipti) en það er greinilegt að "stuttbuxnadeild" íhaldsins og frjálshyggjupostularnir ætla sér að hanga á málinu og flytja um það frumvarp á Alþingi þar til þingmenn gefast upp á þessu og bara samþykkja það til að losna við enn eitt frumvarpið á næsta þingi.  En eitt hafa Sigurður Kári og félagar ekki leitt hugann að eða ekki viljað að kæmi fram.  Það er að eins og þeir benda á hægt er að versla léttvín og bjór í matvöruverslunum í Frakklandi og Ítalíu (ég tek þetta eingöngu sem dæmi) jú þetta er alveg rétt en í þessum löndum eru milljónir og jafnvel tugmilljónir manna, þetta þíðir að markaðurinn fyrir þessar vörur er stór og um leið þá gefur það auga leið að markaðurinn fyrir sterkt áfengi er líka stór, þarna skilur á milli Íslands og þessara landa, á Íslandi eru eingöngu rúmlega 300 þúsund manns og það er bara ósköp einfalt, Íslendingar hafa ekki efni á að reka tvöfalt sölu- og dreifingarkerfi fyrir áfengi, þannig að ef sala á léttvíni og bjór verður leifður í matvöruverslunum verður ekki rekstrargrundvöllur fyrir sölu á sterku áfengi á Íslandi og þá hverfum við aftur til bannáranna, kannski er það það sem "stuttbuxnadeildin"vill?   Þó að rannsóknir, að það sé beinlínis hollt að drekka hæfilega mikið af rauðvíni, því það dragi úr hjartasjúkdómum, þá er að mínum dómi, ekki komin ástæða fyrir því að fara að selja léttvín og bjór í matvöruverslunum.

Er hann að fara heim??

Nú er það komið á daginn, sem margir sögðu að lægi í loftinu, Alonso farinn frá McLaren (svo sem engin eftirsjá í honum) en þá kemur spurningin:  Er hann að fara "heim" til Renault?
mbl.is Alonso sagður laus allra mála hjá McLaren
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FÖSTUDAGSGRÍN

 Hrólfur og Erla voru vistmenn á geðsjúkrahúsi.  Dag einn, er þau voru

 á gangi við sundlaugina kastaði Hrólfur sér útí og sökk til botns.

 Erla stakk sér útí laugina og bjargaði Hrólfi frá drukknun.

 Þegar yfirlæknirinn frétti af björgunarafreki Erlu ákvað hann að

 útskrifa hana af sjúkrahúsinu, þar sem hún væri greinilega búin að ná

 snerpu og andlegu jafnvægi á ný.

 Daginn eftir fór yfirlæknirinn til fundar við Erlu til að boða henni fréttirnar

 Og sagði þá: Erla mín, ég hef bæði góðar og slæmar fréttir að færa þér!

 

 Góða fréttin er að ég ætla að útskrifa þig af spítalanum þar sem þú

 hefur sýnt merki um bata, sem sýnir sig í því að þú bjargaðir honum

 Hrólfi frá drukknun. Slæma fréttin er hins vegar sú að hann Hrólfur er

 dáinn. Karlgreyið hengdi sig í beltinu sínu í gærkvöldi eftir að þú

 hafðir bjargað honum.

 Þá sagði Erla: Nei, Hrólfur hengdi sig ekki.  Ég festi hann upp til

 þerris í gærkvöldi.  En hvenær má ég fara heim sagðirðu?

 

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband