Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

Hvenær verður mælirinn fullur???

Það er ekki nóg með að Norðmenn hafi verið að "dunda" sér við það, óáreittir síðustu árin og áratugina, að "stela" af okkur Íslendingasögunum og merkum einstaklingum, heldur er það nýjasta að reyna að stela fallegu lagi, sem hefur fyrir löngu komið sér fyrir í hjarta okkar Íslendinga og komið sér þar vel fyrir.  Að sjálfsögðu er ég að tala um lagið SÖKNUÐ eftir Jóhann Helgason, en Norski "tónsmiðurinn" Rolv Lövland, hefur eignað sér lagið en er svo óforskammaður að hann gerði á því mjög lítilvægar breytingar, en líklega duga þessar "breytingar" honum ekki fyrir dómstólum.  Eins og flestum er kunnugt þá sló þessi breyting í gegn í flutningi Josh Groban og heitir í hans flutningi "You Raise Me Up".Nú hefur Jóhann Helgason stefnt Rolv Lövland (meira en Íslensk stjórnvöld hafa gert í meintri þjófnaðartilraun Norðmanna) og óska ég Jóhanni Helgasyni velfarnaðar í þessu máli.

Í framhaldi af þessu vill fólk kannski vita ástæðuna fyrir því hvers vegna Norðmenn eru svona nískir.  Jú forfaðir Norðmanna var Skoti og formóðirin Gyðingur.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband