Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Íslandsmetin falla grimmt!!!!

Ekki nóg með maðurinn hafi verið í farbanni frá apríl í fyrra, ef hann hefði stolið bjórkippu í Vínbúðinni hefði verið lokið  hefði hann lent í fangelsi og settur í gæsluvarðhald þar til rannsókn málsins hefði verið lokið og svo fengið dóm, heldur hefur Jón Steinar Gunnlaugsson örugglega sett Íslandsmet í að skila "sérálitum".
mbl.is Farbann framlengt í tólfta skipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En hefur verð á bensíni ekkert lækkað?????

Skrítið ég hélt að þetta tvennt væri samhangandi!!!!!!
mbl.is Lækkun rakin til minni eftirspurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef var verið að koma einhverjum "gæðingum" að er fullkomlega eðlilegt að bankaráðin verði endurskoðuð.

En það er alveg út í hött að skipta um í bankaráðunum bara til að skipta um menn/konur og það bara fyrir u.þ.b tvo mánuði, sem er c.a sá tími sem þessi stjórn á eftir að sitja.
mbl.is Geir óttast um bankaráðin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona vinnubrögð hafa lengi verið við lýði.....

Mörg dæmi eru um þetta get ég nefnt NOKKUR dæmi úr útgerðargeiranum, sem ég kannast einna best við, en nokkuð er um það að menn hafi verið "látnir" fara hafi þeir verið andvígir kvótakerfinu opinberlega og útilokaðir frá því að fá vinnu á nokkru skipi innan kerfis LÍÚ-klíkunnar.  En hvað sem því líður þá eru svona vinnubrögð með öllu óþolandi og svona lagað brýtur ekki aðeins í bága við allt siðferði heldur stjórnarskrána og allt viðurkennt hátterni. Einhversstaðar stendur; VALD SPILLIR, eitthvað er nú til í því.


mbl.is Vildu Vilhjálm Bjarnason burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er verið að leita að einhverju landi sem býr við meiri verðbólgu en Ísland????

Þetta er eins og hjá fyllibyttunum, sem segja: Hann Gummi er nú verri en ég.  Verður þetta næsta viðmið hjá okkur?
mbl.is Verðbólgan mælist 24% í Íran
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KOMPÁSNAFNIÐ VAR STOLIÐ AF 365 !!!!!

Frá því að nemendur Stýrimannaskólans hófu útgáfu á blaði, sem ég því miður man ekki hvenær kom fyrst út, hét það blað KOMPÁS og þarf engan að undra það þar sem kompásinn er helsta siglingatækið til sjós, ef öll tæki um borð detta út, vegna rafmagnsbilana eða einhvers annars, er alltaf hægt að bjarga sér á kompásnum.  Skyldu forráðamenn 365 hafafengið leyfi hjá forráðamönnum nemenda Stýrimannaskólans í Reykjavík (sem reyndar hét Fjöltækniskólinn þá) til að nota kompásnafnið?  Menn ættu nú að fara varlega í yfirlýsingar.
mbl.is Fá ekki að nota Kompásnafnið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig KJAFTAR hann sig út úr þessu??????

Um 2/3 hlutur þingmanna er fylgjandi hvalveiðum, um 80 % þjóðarinnar er fylgjandi hvalveiðum en  V G með Steingrím J. eru á móti hvalveiðum.  Hann Á að túlka vilja þjóðarinnar ,ríkisstjórnin á að gera það en hingað til hefur bara verið farið að eigin geðþótta en stjórnmálamönnum er að verða það ljóst að almenningur sættir sig ekki lengur við þess háttar vinnubrögð.  Líklega var Steingrími J. ljóst að hann varð að láta í minni pokann, eftir fundinn á Akranesi í gærkvöldi.  Ég held að til þess að halda andlitinu, þá tilkynni Steingrímur, eftir svona tvær til þrjár vikur, að hann hafi að vandlega athuguðu máli ákveðið að láta ákvörðun fyrrirennara síns, um leyfi til hvalveiða, standa óbreytta.
mbl.is Utandagskrárumræða um hvalveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsgrín

 Ég var að fara norður á Akureyri um daginn, en þegar ég kom í Hrútafjörðinn varð ég að stoppa í Staðarskála og fara á klóið.

Ég fór á básinn og setti mig í stellingar á setunni. Alveg um það leyti sem aðgerð var hefjast heyri ég sagt í básnum við hliðina "Hæ, hvernig gengur?" Ég er nú ekki þessi týpa að hefja samræður við ókunnuga á klósetti í veitingahúsi um það leyti sem ég er að hefja rembinginn. En ég vissi ekki hvernig ég átti að taka þessu svo ég svaraði, "Nú svo sem ekki illa"

Þá heyrist úr hinum básnum "Jæja, hvað ertu að stússast?" Var einhver að tala um bjánalegar spurningar? Mér var farið að finnast þetta dálítið þreytandi, en ég svaraði "Ég er á leiðinni norður en varð að skreppa á klóið." Þá heyri ég, "Heyrðu, ég verð að hringja í þig seinna. Í hvert skipti sem ég reyni að tala við þig svarar einhver rugludallur hér við hliðina á mér!"


Það er greinilega ekki í lagi með þessa fugla hjá Náttúruverndarsamtökum Íslands???

Þeir vitna í útvarpsviðtal síðan árið 2006 við Gísla Víkingsson, en þar sagði hann að vísindamenn vissu ekki nóg til að geta fullyrt um það að hvalir gengju umtalsvert á fiskistofnana við landið.  Þetta hentaði þeirra málflutningi að draga þetta "gamla" viðtal fram en það hentaði ekki þeirra málflutningi að segja frá því að nú eru komnar fram þær staðreyndir að ein hrefna lætur í sig á bilinu 200 - 400 kíló af fiski á dag, fer eftir þyngd hrefnunnar, þetta þýðir að ein hrefna étur frá 73 tonnum upp í 146 tonn af fiski á ári. Áætlað er að hvalur borði u.þ.b 2 - 4% af eigin þyngd á dag.  þetta er hægt að fá upplýsingar um hjá HAFRÓ án mikillar fyrirhafnar.  Þá hefur komið í ljós að það er mikill misskilningur að helsta fæða hvala sé svif og þörungar heldur er aðalfæða þeirra fiskur.  Þetta sýnir bara hverskonar meðulum þetta lið er tilbúið að beita.  Maður spyr sig bara; hvað býr að baki?
mbl.is Fullyrðingar um tekjutap vegna hvala hjáfræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á ekki að koma neinum á óvart!!!!!!

Flestir sem eitthvað hugsa um samspil náttúrunnar eru síður en svo hissa á þessari niðurstöðu það hefði komið á óvart ef meirihluti hefði verið á móti hvalveiðum.  En VG með Steingrím J í fararbroddi, kjósa að berja hausnum í steininn og láta einhverja háværa minnihlutahópa hafa áhrif á ákvarðanir sínar í þeirri von að geta "halað" inn örlítið fleiri atkvæði í komandi kosningum.


mbl.is Meirihluti fylgjandi hvalveiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband