Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

"VINNUR MIKIÐ EN GERIR EKKERT"!!!

Þetta virðist vera það sem einkennir "ríkisstjórn fólksins" í það minnsta ef á að taka eitthvað mark á orðum Heilagrar Jóhönnu en hún sagði að það væri "ómaklegt" af forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar, að tala um að EKKERT hafi verið gert í sambandi við skuldavanda heimilanna, það væri ekki rétt því væri MIKIÐ BÚIÐ AÐ VINNA Í ÞESSUM MÁLUM og ég man ekki betur en að Steingrímur Joð hafi tekið undir þessi orð hennar.  En þrátt fyrir að mikið sé búið að vinna í þessum málum hefur ekkert verið gert.

HVAÐ GENGUR MANNINUM EIGINLEGA TIL?????

Þessar ásakanir eru eitthvað það alvarlegasta, sem nokkkurn tíma hefur komið fram og að mínu mati einhverjar þær fáránlegustu sem um getur.  Eins og allir vita þá er ekki sjálfgefið að öryggisbíllinn sé kallaður út ef óhapp verður á brautinni, það er metið í hvert skipti og fer það eftir eðli og umfangi óhappsins.  Eins og flestir vita þá er mikil áhætta í því fólgin að aka formúlubíl og verða ökumenn að halda fullri einbeytingu allan tímann sem keppni stendur yfir annars er lífi þeirra og heilsu hætta búin.  Það er MJÖG alvarlegt ef ökumaður kemur fram og segir að ökumenn geri sér leik að því að stofna eigin öryggi, annarra ökumanna og starfsmanna á brautinni í hætu með því að lenda í "óhappi" af ÁSETNINGI.  Vonandi að rannsókn á þessu leiði sannleikann í þessu máli fram en hver sem niðurstaðan verður þá er það alveg ljóst að þessi ökumaður Á AÐ MISSA RÉTTINDIN TIL ÞESS AÐ AKA Í ÖLLUM MÓTARÖÐUM AKSTURSÍÞRÓTTA, því hver sem niðurstaða rannsóknarinnar verður, þá er þáttur þessa manns með þeim hætti að hann hlýtur að teljast STÓRHÆTTULEGUR og ætti ekki einu sinni að hafa leyfi til að snerta á þríhjóli.
mbl.is Renault höfðar sakamál á hendur Piquet-feðgunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EF HANN HEFÐI NEFNT DÆMI HEFÐI ÞAÐ VERIÐ KALLAÐUR "ATVINNURÓGUR".

Ég VEIT að þetta er rétt hjá honum og hann dró frekar úr en hitt.  Eins og komið hefur fram eru ekki ALLARkjötvinnslur sem fara þessar leiðir sem ég lýsti í blogginu í gær og því er það ósanngjarnt að nefna einhverjar sérstakar en þar til farið hefur verið ofan í saumana á þessu máli liggja allar verslanir og kjötvinnslur undir grun.  Vilji einhverjir lesa bloggið mitt frá í gær er það að finna HÉR.
mbl.is Harma ummæli um kjöt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ásakanirnar eru SÍÐUR EN SVO orðum auknar"!!!!!!!

Samkvæmt heimildum, sem ég hef frá manni sem starfaði hjá einni af stærri kjötvinnslum höfuðborgarsvæðisins, eru orð Þórarins Jónssonar síður en svo of hörð.  Þessi maður sagði mér það að um það bil 40% af því nautahakki sem maður kaupir út úr búð eigi EKKERT sameiginlegt með nautakjöti.  Í nautahakkið er blandað 12-16% af vatni, slatti (dash) af kartöflumjöli (kallað kartöflutrefjar), svínafita (sem er oftast tekin af svínahryggjum áður en þeir eru skornir í kótelettur), soja ef mikið magn er sett af því verður "hakkið" frekar ljóst en því er reddað með því að blanda í það litarefnum en þau eru dýr svo oftar er notað BLÓÐ ef það er til annars verður að nota litarefni.   Það er náttúrulega hægt að EFNAGREINA þetta og þá er eina vitið að taka þetta af handahófi úr verslun frekar en að kjötvinnslurnar sendi sjálfar í efnagreiningu, það er til eitthvað sem heitir Neytendasamtök líka.
mbl.is Alvarlegar ásakanir á hendur kjötiðnaði og verslun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HVERNIG STENDUR Á ÞVÍ AÐ "SÉRSTAKUR" SAKSÓKNARI HAFÐI EKKI TEKIÐ ÞETTA UPP????

Það kemur fram í þessari frétt, að þarna var um klárt lögbrot að ræða en samt sem áður hafa þessi mál EKKI verið til skoðunar hjá Fjármálaeftirlitinu eða sérstökum saksóknara?  Þrátt fyrir að það hafi verið margsinnis bent á það, fyrir og í aðdraganda bankahrunsins, að bankarnir væru að taka stöðu á MÓTI krónunni var aldrei um neinar aðgerðir að ræða af hálfu Fjármálaeftirlitsins.  Það verður fróðlegt að fylgjast með niðurstöðu dómstóla í þessu máli, þótt þarna sé um augljóst lögbrot að ræða vil ég minna á það að réttur er ekki það sama og réttlæti.
mbl.is Kaupþing kært fyrir stórfelld fjársvik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú eru líkur á því að Ferrari-bíll verði EKKI í síðasta sæti af þeim sem klára keppni í næstu keppni.....

Fisichella sýndi það í síðustu keppni á Spa að hann er fantagóður ökumaður en það hefur viljað loða við hann að hann vanti stöðugleika.  Vonandi sýnir hann sig og sannar í þeim keppnum  sem eru eftir af þessu móti.
mbl.is Liuzzi í stað Fisichella
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KOMMARNIR VILJA BARA EKKI NEITT SEM HEITIR FJÁRMAGN OG VIÐSKIPTI!!!!!

Svo þykist Steingrímur Joð ekki kannast við neitt en það kom fram að Japanir hafa nokkru sinnum ÍTREKAÐóskina.  Ætla menn bara að taka það gott og gilt þegar Steingrímur Joð ber af sér að kannast við málið?
mbl.is Vilja fjárfesta fyrir milljarð dala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HVAÐ ER EIGINLEGA AÐ GERAST Í ÞESSU ÞJÓÐFÉLAGI OKKAR?????

Er virkilega svo komið að það þurfi að manna vaktir utan vinnutíma, á hinum ýmsu vinnustöðum?  Að vinna svona skemmdarverk skilar viðkomandi ekki neinum sjáanlegum fjárhagslegum ávinningi og því spyr maður sig af verju er eiginlega verið að þessu?
mbl.is Miklar skemmdir unnar á vinnuvélum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VAR BÚIÐ AÐ ÞÝÐA SPURNINGARNAR FYRIR ÞÁ HEILÖGU??????

Ef það er ætlast til að hún svari einhverju sem ekki er algjörlega út í bláinn (kannski ekki hægt að ætlast til að hún breyti neinu núna) verður að fá löggiltan skjalaþýðanda í verkið.
mbl.is Olli Rehn afhendir spurningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann ER eins vitlaus og hann lýtur út fyrir!!!!!!

Ekki þarf nú neinn "snilling" til þess að komast að þessari niðurstöðu og um það að opinber eftirlitskerfi BREGÐIST höfum við nýlegri dæmi.


mbl.is Árni Páll: Opinbert eftirlit brást
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband